Upplýsingaréttur almennings: Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 140/2012

Þri, 03/18/2014 - 10:16 -- hrefna

Námskeið: fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 13.00-17.00 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ, Stakkahlíð, stofu 207 - Hamar.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Félag forstöðumanna ríkisstofnana.

Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur við EFTA dómstólinn í Lúxemborg.

Stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem starfa á landsbyggðinni.

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á því hvaða rétt almenningur á til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is