Árangursrík innleiðing breytinga hjá stofnunum

Mán, 04/07/2014 - 13:28 -- hrefna

Hagnýt vinnusmiðja fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum

Eru breytingar framundan? Hagnýt vinnusmiðja leidd af Guðrúnu Ragnarsdóttur ráðgjafa hjá Strategíu sem hefur fengið afburðamat þátttakenda fyrir þetta námskeið.

Tveir hálfir dagar, þriðjudaginn 6. maí kl. 13:00- 16:30 og miðvikudaginn 7. maí 2014 kl. 13.30-17:00 í stofu 102- Gimli, Háskóla Íslands.

Þátttökugjald kr.  28.500,-   

Hámarksfjöldi þátttakenda er 25-30 manns.   

Vinnusmiðjan er samstarfsverkefni Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála

Leiðbeinandi er Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi hjá Strategíu. Gestafyrirlesari verður  Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Skúli mun fjalla um hvernig staðið var að sameiningu skattyfirvalda og árangurinn af þeirri sameiningu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is