Samfélagsábyrgð í opinberum rekstri

Festa og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynna morgunfund um samfélagsábyrgð í opinberum rekstri  miðvikudaginn 7. maí kl. 8.30 - 10.00 (Morgunbiti og heitt á könnunni frá kl. 8.00)

Staður: Icelandair Hotel Reykjavík Natura


Fyrir Hverja? Forstöðumenn og stjórnendur opinberra stofnanna, stjórnmálamenn, stjórnendur í ráðuneytum, fjölmiðlar og áhugafólk um stjórnsýslu og samfélagsábyrgð.

Opinberar stofnanir eru starfræktar með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Undanfarin ár hefur krafan um hagkvæman rekstur og fagmennsku stofnanna aukist til muna. Almenningur óskar jafnframt í auknum mæli eftir að árangurinn þeirra sé mældur. Hefðbundinn mælikvarði á rekstur er fjárhagur, þ.e. hvernig nýting á fjármunum er og hvaða fjárhagslega virði starfsemin skilar. Fjárhagurinn gefur hins vegar aðeins takmarkaða mynd og krafa er um að áhrif og framlag stofnanna sé einnig vegið út frá áhrifum og ávinningi þeirra á bæði fyrir samfélagið og umhverfið sem þær starfa í til lengri tíma. Hugmyndafræði samfélagsábyrgðar auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að skipuleggja starfsemi sína með sjálfbærni að leiðarljósi þannig að árangurinn sem metinn á þremur víddum: fjárhag, samfélagi og umhverfi.

Á morgunfundinum verður sagt frá því hver ávinningurinn getur verið fyrir opinberar stofnanir að innleiða samfélagslega ábyrga starfshætti.

Dagskrá

- Samfélagsábyrgð ríkisstofnanna - Sigurður H. Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu

- Hvernig samfélagsábyrgð skilar ávinningi fyrir allan reksturinn - Sigrún Ósk Siguðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

- Ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi - Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunnar

- Ábyrgð í innkaupum - Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa

Fundarstjóri: Bryndís Hlöðversdóttir, starfsmannastjóri Landspítalans

Að erindunum loknum verða pallborðsumræður þar sem fundarmönnum gefst kostur á að taka til máls spyrja framsögumenn.

Skráning á fundinn hér

Félagsmenn í Festu kr. 1.900

Aðrir kr. 2.900

#samfélagsábyrgð

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is