Sveitarstjórnarkosningarnar 31 maí: Hvert stefnir?

Félag stjónmálafræðinga í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, efnir til hádegisfundar þriðjudaginn 13.maí  kl. 12.00-13.00 í  stofu 101-Lögbergi, Háskóla Íslands. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri mun fjalla um „Sveitarstjórnarkosningarnar 31 maí: Hvert stefnir?“

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, fjallar um komandi sveitarstjórnarkosningarnar. Hann fer yfir niðurstöður síðustu kosninga og sveiflur í fylgi flokka. Fjórflokkurinn fær sérstaka umfjöllum og sér í lagi Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Þá verður spáð í spilin og rýnt í kannanir í aðdraganda kosninga.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, stýrir umræðum og fyrirspurnum að erindi loknu.

Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir Eva H. Önnudóttir fyrir hönd stjórnar Félags stjórnmálafræðinga (8916993 / eho@hi.is).

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is