Framsækinn vinnustaður með heilsueflandi stjórnun

Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynna vinnusmiðjuna

Framsækinn vinnustaður með heilsueflandi stjórnun

Rannsóknir benda til að 50-60% allra tapaðra vinnudaga megi tengja vinnutengdri streitu og sálfélagslegum þáttum.
Áskorun Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar árin 2014 og 2015 er að vinna markvisst með stjórnun streitu og sálfélagslegrar áhættu á vinnustöðum. Með sálfélagslegri áhættu er átt við allt það sem hefur áhrif á andlega og líkamlega líðan starfsfólks, þar með talin samskipti, vinnuumhverfi og stjórnun. Framundan er námskeið þar sem þessari áskorun er breytt í framkvæmd.
Fyrirlestrar og vinnusmiðjur í tvo hálfa daga, 23. og 24. september 2014 kl. 13.00-17.00 í stofu H-202 (Hamar) Stakkahlíð í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Takmarkað sætapláss. Hámarksfjöldi 25-30 manns
Þátttökugjald kr.  29.000,-.

Námskeiðið er byggt á fyrirlestrum og vinnusmiðjum með einstaklings- og hópaæfingum sem stuðla að heilsueflandi stjórnunarháttum. Þátttakendur fá aðferðir og verkfæri sem þeir geta nýtt á vinnustöðum sínum.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái aukinn skilning á vinnutengdri streitu og sálfélagslegum áhættuþáttum, þekki til og geti nýtt sér aðferðir til að efla stjórnun á þessum þáttum. Einnig að þátttakendur nýti heilsueflandi stjórnunarhætti til að leggja grunn að frískum vinnustað til framtíðar. Nánari upplýsingar um námskeiðið.(hér verður linkur).

Leiðbeinendur eru Svava Jónsdóttir og Hildur Friðriksdóttir mannauðsráðgjafar hjá ProActive – Ráðgjöf og fræðslu ehf.

Svava Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur með sérhæfingu í starfsmannaheilsuvernd og mannauðsstjórnun. Hún hefur víðtæka reynslu á ýmsum sviðum mannauðsmála og hefur sl. 20 ár unnið  sem stjórnandi og ráðgjafi hjá opinberum aðilum og einkareknum fyrirtækjum. Hún er eigandi og ráðgjafi hjá fyrirtækinu ProActive – Ráðgjöf og fræðsla.

Hildur Friðriksdóttir er með meistaragráðu í félagsfræði með. Sérsvið hennar er sálfélagslegt vinnuumhverfi, vinnuvernd og samþætting fjölskyldulífs og atvinnu. Hún hefur meðal annars unnið við rannsóknir, blaðamennsku, hefur stýrt og unnið við ýmis verkefni í atvinnulífinu bæði í opinbera- og einkageiranum. Hún er eigandi og ráðgjafi hjá ProActive – Ráðgjöf og fræðsla.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is