Eldglæringar, endurlífgun, sprengingar, músík og húsfyllir á Háskóladeginum

Gríðarleg aðsókn var í Háskóla Íslands í gær þegar nokkur þúsund gestir þáðu boð skólans um að kynna sér námsframboð næsta skólaárs.

Kynningin fór fram í þremur húsum, Háskólatorgi, Gimli og Odda.

Óhætt er að fullyrða að sýndarsjúklingurinn Hermann hafi vakið mikla athygli en hann fékk í tvígang bráðaþjónustu frá sjúkraflutningamönnum sem birtust með hann utan við Háskólatorg í sjúkrabíl með forgangsljósum. Í hvort sinn þóttist Hermann fá hjartastopp.

Hann var endurlífgaður í bæði skiptin, sem betur fer, og í framhaldinu fékk hann aðhlynningu frá hjúkrunarfræðinemum. Fagmannleg og fumlaus vinnubrögð bráðaliðsins, undir miklu álagi, vöktu óskipta athygli gestanna.

Húsfyllir var í Háskólabíói þegar Sprengjugengið fór mikinn með ljósagangi og sprengingum. Í Sprengjugenginu eru efnafræðingar og nemendur í efnafræði sem stóðu fyrir magnaðir sýningu sem seint líður úr minni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is