Framsækinn vinnustaður með heilsueflandi stjórnun

Áskorun Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar árin 2014 og 2015 er að vinna markvisst með stjórnun streitu og sálfélagslegrar áhættu á vinnustöðum. Með sálfélagslegri áhættu er átt við allt það sem hefur áhrif á andlega og líkamlega líðan starfsfólks, þar með talin samskipti, vinnuumhverfi og stjórnun. Framundan er námskeið þar sem þessari áskorun er breytt í framkvæmd.

Fyrirlestrar og vinnusmiðjur í tvo hálfa daga, 21. og 22. janúar 2015 kl. 12.30 -16.30, í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, Hamri (inngangur frá Háteigsvegi):

Miðvikudaginn 21. janúar í stofu H-201 
Fimmtudaginn 22. janúar í stofu K-208 

Þátttökugjald kr. 29.000. Hámarksfjöldi 25-30 manns.

Leiðbeinendur eru Svava Jónsdóttir og Hildur Friðriksdóttir mannauðsráðgjafar hjá ProActive – Ráðgjöf og fræðslu ehf.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái aukinn skilning á vinnutengdri streitu og sálfélagslegum áhættuþáttum, þekki til og geti nýtt sér aðferðir til að efla stjórnun á þessum þáttum. Einnig að þátttakendur nýti heilsueflandi stjórnunarhætti til að leggja grunn að frískum vinnustað til framtíðar.

Námskeiðsformið er fyrirlestrar og vinnusmiðja með einstaklings- og hópaæfingum sem stuðla að heilsueflandi stjórnunarháttum. Þátttakendur fá aðferðir og verkfæri sem þeir geta nýtt á vinnustöðum sínum.

Svava Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur með sérhæfingu í starfsmannaheilsuvernd og mannauðsstjórnun. Hún hefur víðtæka reynslu á ýmsum sviðum mannauðsmála og hefur sl. 20 ár unnið  sem stjórnandi og ráðgjafi hjá opinberum aðilum og einkareknum fyrirtækjum. Hún er eigandi og ráðgjafi hjá fyrirtækinu ProActive – Ráðgjöf og fræðsla.

Hildur Friðriksdóttir er með meistaragráðu í félagsfræði. Sérsvið hennar er sálfélagslegt vinnuumhverfi, vinnuvernd og samþætting fjölskyldulífs og atvinnu. Hún hefur meðal annars unnið við rannsóknir, blaðamennsku, hefur stýrt og unnið við ýmis verkefni í atvinnulífinu bæði í opinbera- og einkageiranum. Hún er eigandi og ráðgjafi hjá ProActive – Ráðgjöf og fræðslu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is