Viðburðir 2004

Menningarstefna, menningararfur, menningarfræði. 15. – 17. janúar. Málþing – námskeið sem Reykjavíkur Akademían hélt í samstarfi við menntamálaráðuneytið, Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar, Lesbók Morgunblaðsins, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Ávarp menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrirlesarar Tony Bennett prófessor í félagsfræði við Open University í Bretlandi, Barbro Klein forseti sænsku félagsvísindaakademíunnar, SCASSS og fv. prófessor, Jón Ólafsson og Hallfríður Þórarinsdóttir frá Reykjavíkurakademíunni, Svanhildur Konráðsdóttir Reykjavíkurborg, Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur, Guðný Gerður Gunnarsdóttir forstöðumaður Árbæjarsafns, Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur og Sveinn Einarsson menntamálaráðuneyti. Umsjón Valdimar Th. Hafstein mannfræðingur.
 
Allt nema áhrif innan stofnana ESB; Ísland eftir stækkun Evrópusambandsins. 16. febrúar, opinn fyrirlestur. Fyrirlesari Diana Wallis þingmaður á Evrópusambandsþinginu fyrir Frjálslyndaflokkinn í Bretlandi (Liberal Democrat European Parliamentary Party). Hún fer þar fyrir þingmannahópi flokksins, situr í sameiginlegri þingmannanefnd ESB og EES og er formaður samstarfsnefndar þingsins við ríki EES. Fundar- og umræðustjóri Ólafur Stephensen aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins.
 
Forsetakosningar í Bandaríkjunum; ma. helstu átakaefni, hlutverk pólitískra ráðgjafa. 17. febrúar, opinn fyrirlestur Jake L. Siewert jr. yfirmanns upplýsingamála hjá Alcoa, fyrrum blaðafulltrúa Bill Clinton í Hvíta húsinu og núverandi pólitískum ráðgjafa John Kerry. Umræðu- og fundarstjóri Ólafur Þ. Harðarson prófessor.
 
Er samvinna sveitarfélaga valkostur við sameiningu? 12. mars. Opinn fyrirlestur og umræður um meistaraprófsritgerð Róberts Ragnarssonar MA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Viðbrögð, Jón Gauti Jónsson viðskiptafræðingur og ráðgjafi hjá ParXviðskiptaráðgjöf IBM. Umræðu- og fundarstjórn Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.
 
Frá málaflokkasýn til samþættingar þjónustu; um möguleika rafrænnar stjórnsýslu fyrir lýðræði og hagkvæmni. 16. mars. Ráðstefna í samstarfi við ParX - viðskiptaráðgjöf IBM og forsætisráðuneyti. Setning: Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra. Fyrirlesarar Arnar Jónsson ráðgjafi á stjórnsýslusviði ParX , Alain Verheyden – Solution Leader IBM Software Group EMEA, Guðbjörg Sigurðardóttir forsætisráðuneyti, Sigurður T. Björgvinsson verkefnisstjóri Sunnan3, Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri Garðabæjar og Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi. Umræðu- og fundarstjóri Kristín A. Árnadóttir forstöðumaður þróunarog fjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar.
 
"The Return to Pragmatism in Transatlantic Relations." 19. mars, opinn fyrirlestur og umræður í samstarfi við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið á Íslandi, fyrirlesari Mark Joyce einn yfirmanna stofnunarinnar RUSI (Royal United Services Institute). Umræðu- og fundarstjóri Valur Ingimundarson sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands.
 
Stjórnsýslulög í áratug – áhrif þeirra og árangur. 31. mars. Málþing í samstarfi við Félag forstöðumanna. Ávarp: Davíð Oddsson forsætisráðherra. Fyrirlesarar: Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis, Páll Hreinsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Málþingsstjóri Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti.
 
Félagsauður (Social Capital) á Íslandi: Forsenda framfara í nýju þjóðfélagsumhverfi? Stjórnmál og stjórnkerfi, menntun, félagsleg og efnahagsleg velferð, heilsa. Málþing 30. apríl í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Fyrirlesarar Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður, Þórólfur Þórlindsson prófessor H.Í., Gert Tingaard Svendsen prófessor Viðskiptaháskólanum í Árósum, Stefán Ólafsson prófessor H.Í., Inga Dóra Sigfúsdóttir fræðimaður Rannsóknir og greining ehf., Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor H.Í., Sigurður Guðmundsson landlæknir, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor H.Í., Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur Rvk.borg. Pallborðsumræður; borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir , Stefán Jón Hafstein, Björk Vilhelmsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Akureyrabæjar, Vilhjálmur Þ. 10 Vilhjálmsson borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lokaorð og slit: Þórólfur Árnason borgarstjóri.
 
Hin nýja Stjórnarskrá Evrópu - Álitamál og áhrif á EES löndin. 22. júlí, opinn fyrirlestur og pallborðsumræður. Ávarp Alp Mehmet sendiherra Bretlands á Íslandi, fyrirlesari dr. Denis MacShane, þingmaður og Evrópumálaráðherra Bretlands. Í pallborði Sólveig Pétursdóttir, formaður Utanríkismálanefndar Alþingis, Jónína Bjartmarz varaformaður Utanríkismálanefndar Alþingis og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. Fundarog umræðustjóri Ólafur Þ. Harðarson prófessor.
 
Stjórnun borga og breyting velferðarríkja: Kanada, Danmörk og Svíþjóð. 18. ágúst, opinn fyrirlestur í samstarfi við Borgarfræðasetur og Reykjavíkurborg. Fyrirlesari Emmanuel Brunet-Jailley lektor í stjórnsýslufræðum við Victoria háskóla í Kanada, gistilektor við Borgarfræðasetur. Umræðu- og fundarstjóri Stefán Ólafsson prófessor.
 
"Hvað er málið?" Samþætting kynjasjónarmiða í sænskum sveitastjórnarmálum og Evrópusambandinu. ("What's the problem?" Meanings of gender mainstreaming in Swedish regional policies - and in the EU). 23. ágúst, opinn fyrirlestur í samstarfi við Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK). Fyrirlesari Malin Rönnblom stjórnmálafræðingur og fræðimaður við Centre for Women´s Studies við háskólann í Umeå.
 
Tvíefld samvinna Norðurlanda og Eystrarsaltsríkja - og mikilvægi alþjóðaréttar. 7. september, opinn fyrirlestur og umræður í samstarfi við sænska sendiráðið og Alþjóðamálastofnun, fyrirlesari utanríkisráðherra Svíþjóðar Laila Freivalds. Umræðu- og fundarstjóri Baldur Þórhallsson dósent.
 
Opinber stjórnun og stjórnsýsluumbætur í Bretlandi: - Aðferðir, árangur og helstu viðfangsefni í dag. 16. september, málþing í samstarfi við Ríkisendurskoðun og Félag forstöðumanna. Fyrirlesari Sir John Bourn ríkisendurskoðandi Bretlands og gestaprófessor við London School of Economics. Umræðu- og fundarstjóri Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands.
 
Kristilegur grundvöllur stjórnmálahreyfinga og -flokka -"The European Christian Political Movement". 16. september, opinn fyrirlestur og umræður í samstarfi við guðfræðideild H.Í. Fyrirlesari Johannes de Jong fulltrúi Evrópusamtaka stjórnmálaflokka og -hreyfinga, sem byggja á kristilegum grunni; European Christian Political Movement. Umræðu- og fundarstjóri Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.
 
Stjórnarskrá ESB og Evrópusamruninn: Gagnrýnin sýn. 22. september, opinn fyrirlestur og umræður, fyrirlesari Daniel Hannan þingmaður á Evrópusambandsþinginu fyrir breska Íhaldsflokkinn. Umræðu- og fundarstjóri Martin Eyjólfsson lögfræðingur, forstöðumaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins (VUR), en hann starfaði áður í sendiráði Íslands í Brussel.
 
Pólitísk forysta og málflutningur-hvað má læra af forystumönnum eins og Churchill, Lincoln, Roosewelt, Thatcher og Reagan ? 1. október, opinn fyrirlestur og umræður. Fyrirlesari James C. Humes prófessor við Colorado State University, höfundur fjölda bóka um pólitíska forystu og málfutning, auk þess að hafa í samtals 25 ár verið ræðuskrifari fyrir fimm Bandaríkjaforseta. Umræðu- og fundarstjóri Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður.
 
Bandarísku forsetakosningarnar: Herfræði frambjóðenda, val kjósenda, leikreglur og líkleg úrslit. 19. október, opinn fyrirlestur og umræður, haldið í samstarfi v. Alþjóðamálastofnun og bandaríska sendiráðið. Fyrirlesari David W. Rohde, prófessor v. Department of Political Science, Michigan State University. Umræðu- og fundarstjóri Indriði H. Indriðason lektor í stjórnmálafræði.
 
Stríðsfréttamennska: "From Bosnia to Baghdad: How to Report a War - and Win". 28. október, opinn fyrirlestur í samstarfi við Blaðamannafélag Íslands. Fyrirlesari breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Tim Judah, sem hefur langa reynslu sem stríðsfréttaritari ma. í Írak, í Afganistan, á Balkanskaga og á átakasvæðum í Afríku. Umræðu og fundarstjóri Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu og stundakennari við stjórnmálafræðiskor H.Í.
 
Lýðræði á Norðurlöndum. Lýðræði og stjórnmálaþátttaka. Eru stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn í kreppu? 12. nóvember, málþing í samstarfi við Norðurlandaskrifstofa forsætisráðuneytisins og lýðræðisnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar. Ávarp Valgerður Sverrisdóttir samstarfsráðherra Norðurlanda. Fyrirlesarar Lise Togeby prófessor við Háskólann í Árósum formaður nefndar sem gerði úttekt á völdum og lýðræði í Danmörku, Fredrik Engelstad prófessor við Háskólann í Osló sem var í norsku nefndinni sem gerði sambærilega úttekt og Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Pallborðsumræður, Atli Gíslason lögmaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaform. Samfylkingarinnar, Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, stjórnandi Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur. Málþingsstjóri Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður.
 
Atlantshafstengslin og friðarhorfur í Mið-Austurlöndum - Í kjölfar bandarísku forsetakosninganna. 23. nóvember, umræðufundur með John Edwin Mroz og þremur öðrum forystumönnum EastWest Institute. J.E. Mroz er stjórnarformaður og stofnandi EastWest Institute. Hann hefur verið ráðgjafi fjölmargra ríkisstjóra og alþjóðasamtaka og þegið viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. í Þýskalandi fyrir aðstoð við sameiningu þýsku ríkjanna. Hann hefur sent frá sér fjölmargar greinar og bækur um alþjóðamál, m.a. Beyond Security: Private Perceptions Among Arabs and Israelis.
 
Rekstrarfyrirkomulag og ábyrgð - Þróun á tilhögun opinbers rekstrar. 24. nóvember, málþing í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og fjármálaráðuneytið. Ávarp Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti, fyrirlesarar Arnar Þór Másson sérfræðingur í fjármálaráðuneyti og stundakennari í stjórnsýslufræðum, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við H.Í., Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Fundarstjóri Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneyti.
 
Í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnar 1904-2005 voru haldin þrjú málþing í samstarfi við forsætisráðuneytið, laga- og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Íslandsbanka: 
  • Hvar liggur valdið? Hjá Alþingi eða framkvæmdvaldi. 6. febrúar. Ávarp Davíð Oddsson, forsætisráðherra, fyrirlesarar Jens Peter Christiansen, prófessor við Háskólann í Árósum, Páll Hreinsson, prófessor H.Í., Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor H.Í.. Pallborðsumræður: Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, Birgir Ármannsson, alþingismaður, Jónína Bjartmarz, alþingismaður, Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri, Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður, Björg Thorarensen, prófessor H.Í. Lokaorð Eiríkur Tómasson, prófessor og deildarforseti H.Í.
  • Hvar er jafnréttið? 17. mars. Ávarp Árni Magnússon félagsmálaráðherra, ráðherra jafnréttismála, fyrirlesarar Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur og sérfræðingur hjá Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum v. Háskóla Íslands, Lára V. Júlíusdóttir hrl., lektor Háskóla Íslands og f.v. form. Kvenréttindafélags Íslands, Birna Anna Björnsdóttir rithöfundur og blaðamaður, Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur. Pallborðsumræður Sigríður Árnadóttir fréttastjóri Stöðvar 2, Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður, Bjarni Benediktsson alþingismaður, Hulda Dóra Styrmisdóttir 12 framkvæmdastjóri Íslandsbanka, Katrín Anna Guðmundsdóttir talsmaður Feministafélags Íslands, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, hrl., formaður Kvenréttindafélags Íslands. 
  • Atvinnubylting Íslendinga í upphafi heimastjórnar og áhrif hennar á 21. öldinni. 10. september. Setning Ágúst Einarsson prófessor, í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, fyrirlesarar Jón Þ. Þór sagnfræðingur, Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, Jón Páll Halldórsson, fyrrv. forstjóri Norðurtangans á Ísafirði, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra og aðstoðarforstjóri OECD, Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans (NIB) og fyrrv. ráðherra.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is