Viðburðir 2007

Ný sýn í öryggis-og varnarmálum Íslands í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins frá Íslandi. Haldið 18. janúar kl. 12-13.15 í samstarfi við Samtök um vestræna samvinnu (SVS), Varðberg og utanríkisráðuneytið. Fyrirlesari Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra. Fundarstjóri Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður.
 
Fátækt og ójöfnuður af sjónarhóli stjórnmálaheimspekinnar. Haldið 31. janúar kl. 16.00. Fyrirlesari Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði HÍ. Fundarstjóri Ólafur Þ. Harðarson prófessor, forseti félagsvísindadeildar HÍ.
 
Ráðningar í opinber störf: Gildi stjórnsýslu- og jafnréttislaga við ráðningar. Haldið 2. febrúar kl. 12.00 – 13.15 í samstarfi við Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands. Fyrirlesarar Eiríkur Tómasson prófessor og Brynhildur Flóvenz lektor. Að loknum erindum tóku þau þátt í pallborðsumræðum ásamt Hólmfríði Garðarsdóttur dósent og formanni jafnréttisnefndar HÍ og Halldóri Jónssyni sviðsstjóra vísindasviðs HÍ. Fundarstjóri Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.
 
Þáttur kvótakerfisins í byggðaröskun- Fyrsti fundur um áhugaverðar rannsóknir í lokaritgerðum nemenda við stjórnmálafræðiskor HÍ. Haldinn 6. febrúar kl. 12.00-13.15. Fyrirlesari Annas Sigmundsson BA í stjórnmálafræði kynnti niðurstöður úr sinni BA ritgerð. Í pallborði sátu Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra og Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fundarstjóri Örn Arnarson stjórnmálafræðingur, stundakennari við H.Í. og blaðamaður á Viðskiptablaðinu.
 
Félagsauður sem hluti af stefnumörkun og starfi opinberra aðila - reynslan frá Kanada og Reykjavíkurborg. Haldið 9. mars kl. 13.00 -17.00 í samstarfi við Reykjavíkurborg, Þjónustu- og rekstrarsvið og Kanadíska sendiráðið á Íslandi. Ávarp sendiherra Kanada á Íslandi Anna Blauveldt . Aðalfyrirlesari Catherine Demers stjórnandi hjá Policy Research Initiative (PRI), kanadísku ríkisstjórnarinnar, þar sem hún stýrði verkefninu „Social Capital as a Public Policy Tool”. Aðrir fyrirlesarar: Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og rekstrarsviðs, Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri Menntasviðs Reykjavíkurborgar, Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness (Miðgarðs Fundarstjóri Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar.
 
Árangursmælingar í opinberum stofnunum. Haldið 15. mars kl. 9.00 – 11.00 í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana Fyrirlesarar dr. Nicholas Irving Fisher framkvæmdastjóri Enterprise Measurement Group, Arnar Þór Másson sérfræðingur í fjármálaráðuneyti og kennari í opinberri stjórnsýslu og aðjúnkt við stjórnmálafræðiskor H.Í. og Haukur Ingibergsson forstjóri Fasteignamats ríkisins.
 
Málþing um fyrstu niðurstöður starfsumhverfiskönnunar. Haldið 11. apríl kl. 8.00-10.00 í samstafi við fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, og ParX viðskiptaráðgjöf IBM. Ávarp fjármálaráðherra Árni Mathiesen, fyrirlesarar Ómar H. Kristmundsson, dósent við Háskóla Íslands, Arndís Ósk Jónsdóttir, fagstjóri mannauðsráðgjafar ParX, Erna Einarsdóttir sviðsstjóri starfsmannamála LSH og Hrund Sveinsdóttir, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu Fundarstjóri Margrét S. Björnsdóttir, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
 
Stjórnmálakonur og fjölmiðlar í aðdraganda kosninga: "Hvar fékk hún þessa skó?" Opinn fyrirlestur haldinn 13. apríl kl. 12.00 – 13.30 í samstarfi við Rannsóknastofu í kvenna og kynjarannsóknum við HÍ. og Blaðamannafélag Íslands. Fyrirlesari Karen Ross prófessor í fjölmiðlafræðum (Mass communication) við Háskólann í Coventry í Englandi. Hún hefur skrifað og ritstýrt fjölda bóka sem m.a. eru kenndar við Háskóla Íslands, s.s. Women and Media. International Perspectives (2004), Women, Politics and Change (2002) og Black Marks: Minority, Ethnic Audiences and Media (2001). Fundarstjóri Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður.
 
Öryggis-, utanríkis- og varnarmál þjóðarinnar; stefna íslenskra stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. Opinn fundur 18. apríl kl. 17.00-18.30 í samstarfi við Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg. Framsögumenn Ágúst Ólafur Ágústsson, alþm. og varaformaður Samfylkingarinnar, Bjarni Benediktsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, Guðni Ágústsson, alþm. og varaformaður Framsóknarflokksins, Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Magnús Þór Hafsteinsson, alþm. og varaformaður Frjálslynda flokksins og Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar.
 
Stefnir í stjórnarkreppu? Fordæmi úr fortíðinni. Hvaða kostir koma til greina? Opið málþing 4. maí, 12.00-13.30 í samstarfi við Sagnfræðingafélag Íslands og Morgunblaðið. Fyrirlesarar Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur, Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur og Agnes Bragadóttir blaðamaður. Fundarstjóri Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur.
 
Hvernig má auka nýsköpun í opinberum rekstri? Haldið 16. maí kl. 8.00 – 10.00 í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Iðntæknistofnun Íslands og Rannís. Fyrirlesarar Elvar Örn Arason sérfræðingur á greiningarsviði Rannís, Karl Friðriksson framkvæmdastjóri Iðntæknistofnunar og María Heimisdóttir læknir og sviðsstjóri Hag- og upplýsingasviðs Landspítalaháskólasjúkrahús. Fundarstjóri Haukur Ingibergsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
 
Lýðræðisþróun í sveitarfélögum. Fyrirlestur Gunnars Helga Kristinssonar á fundi bæjarstjóra 24. Maí 2007.
 
MPA dagurinn 2007- Kynning á niðurstöðum níu lokaverkefna vetrarins 2006-2007 í þremur málstofum. Haldinn 31. maí kl. 16.00-18.00. Lýðræði og stjórnskipan, Sara Björg Sigurðardóttir, Stefanía Karlsdóttir, Svavar Halldórsson. Umbætur og nýmæli í opinberum rekstri og þriðja geira, Guðfinna Björk Kristjánsdóttir, Ingibjörg Broddadóttir, Sveinbjörn F. Strandberg, Eva Þengilsdóttir. Skipulag safna og menningarstefna, Gísli Sverrir Árnason, Kristinn Valdimarsson, Gunnhildur Kristín Björnsdóttir Stjórnendur málstofa Sigurður Helgason stjórnsýslufræðingur, Margrét S. Björnsdóttir MPA og Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.
 
Marshall aðstoðin- hlutverk hennar við uppbyggingu lýðræðisþjóða e. síðari heimsstyrjöld- “Selling Democracy” framlag Marshall-aðstoðarinnar. Haldinn 7. júní kl. 17.00- 19.00 í samstarfi við Samtök um vestræna samvinnu, Varðberg og sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi. Sandra Schulberg, forstjóri Phobos Entertainment, en faðir hennar var yfirmaður kvikmyndadeildar Marshall- áætlunarinnar, kynnti og sýndi sögulegar kvikmyndir frá Marshall-aðstoðinni og Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði kynnti markmið Marshall áætlunarrinnar og áhrif hennar hér á Íslandi.
 
Skattapólitík: Er skattkerfið sanngjarnt og hvernig nýtast ívilnanir þess? Opinn fyrirlestur og samkoma fimmtudaginn 12. júlí kl. 16:30 í tilefni af útkomu 1. tölublaðs 3. árgangs 2007 www.stjornmalogstjornsysla.is Fyrirlesari einn höfundanna Indriði H. Þorláksson hagfræðingur og fv. ríkisskattstjóri og byggði erindi hans á samnefndri grein. 
 
Seminar on Legal Informatics and E-Governance as Tools for the Knowledge Society. Haldið 13. og 14. júlí í tengslum við fund evrópsks samstarfsnets um þróun regluumhverfis upplýsingasamfélagsins: http://www.lefis.org
 
Erindi Íslands og ávinningur á alþjóðavettvangi; Alþjóðasamstarf á 21. öld og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, fyrsti viðburður háskólaumræðu utanríkisráðuneytisins og átta íslenskra háskóla. Málþing haldið 7. september kl. 11.50 til 13.25. Stofnun stjórnsýslufræða og Alþjóðamálastofnun HÍ sáu um þennan fyrsta háskólafund í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Ávörp forsætisráðherra Geir H. Haarde og utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fyrirlesarar Baldur Þórhallsson, prófessor, Alyson Bailes, gestaprófessor við stjórnmálafræðiskor H.Í., Björg Thorarensen prófessor í lögfræði við H.Í. Fundarstjóri Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands.
 
Ný ríkisstjórn- ný tækifæri? 15 ráð til ráðherra og stjórnenda hins opinbera til að bæta opinberan rekstur. Haldið 3. október kl. 8.00-10.15 í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlesarar Ómar H. Kristmundsson dr. í stjórnsýslufræðum, dósent við H.Í., Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir dr. í stjórnsýslufræðum, Sigurður Helgason stjórnsýsluráðgjafi, Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og Þorkell Helgason dr. í stærðfræði, orkumálastjóri. Viðbrögð við hugmyndum fyrirlesara: Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu og Vilhjálmur Egilsson frkv.stj. Samtaka atvinnulífsins. Fundarstjóri Haukur Ingibergsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana og forstjóri Fasteignamats ríkisins.
 
Niðurstöður könnunar á starfsumhverfi Háskóla Íslands. Haldið 22. nóvember kl. 12.00 -13.15 í samstarfi við starfsmannasvið Háskóla Íslands. Setning fundarins Kristín Ingólfsdóttir, rektor. Fyrirlesarar Ómar H. Kristmundsson, dósent í opinberri stjórnsýslu, Lilja Þorgeirsdóttir MPA- starfsmaður verkefnisins, Hildur Halldórsdóttir, verkefnastjóri starfsmannasviði HÍ. Að því loknu sátu rektor og fyrirlesarar fyrir svörum fundarmanna. Fundarstjóri var Margrét S. Björnsdóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
 
Ný form lýðræðis, íbúalýðræði, félagsauður og lýðræðiskerfi sveitarfélaga. Afmælisráðstefna 30. nóvember kl. 15-17.00 í Odda stofu 101 Fyrirlesarar Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Dagur B. Eggertsson þáv. borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnmálafræðingur og borgarfulltrúi og Gerry Stoker prófessor við háskólann í Southampton, en hann er einn fremsti fræðimaður Evrópu á sviði staðbundins lýðræðis og sveitarfélaga. Inngangserindi Gunnar Helgi Kristinsson stjórnarformaður Stofnunar stjórnsýslufræða.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is