Viðburðir 2009

Hvað er til umræðu í stjórnmálum líðandi stundar? Hádegisfundaröð  í samstarfi við stjórnmálafræðideild fyrir nemendur og kennara deildarinnarí aðdraganda þingkosninga 2009:
  • Afsagnir-ábyrgð ráðamanna? Hvenær eiga ráðamenn að segja af sér? Haldið 18. febrúar. Málshefjendur: Gunnar Helgi Kristinsson prófessor og Birgir Hermannsson stundakennari og stjórnmálafræðingur.
  • Hvað eru kjósendur að hugsa? Haldið 3. mars. Málshefjendur: Ólafur Þ. Harðarson prófessor og Einar Mar Þórðarson stundakennari.
  • Stjórnarskráin: Lýðræði - þingræði - forsetaræði – forsetaþingræði. Haldið 18. mars. Málshefjendur: Svanur Kristjánsson prófessor og Ágúst Þór Árnason aðjúnkt og námsbrautarstjóri við Háskólann Akureyri
  • Karlar og stjórnmál – skiptir kyn máli í stjórnmálum? Haldið 25. mars Málshefjendur: Þorgerður Einarsdóttir dósent og Guðbjörg Lilja Hjartardóttir dr. nemi og stundakennari við stjórnmálafræðideild.
  • Pólitískar stöðuveitingar- pólitísk spilling. Er hægt að koma í veg fyrir slíkt? Haldið 1. apríl Málshefjandi: Ómar H. Kristmundsson dósent.
  • Er ESB orðið stærsta einstaka málið í kosningabaráttunni nú á lokasprettinum? Eru að verða vatnaskil í Evrópusamstarfi Íslands? Haldið 22. apríl Málshefjendur: Magnús Árni Magnússon forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, stundakennari og dr. nemi við stjórnmálafræðideild H.Í. og Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild H.Í.
 
Lýðræðiskaffi. Samræðufundur með Heimskaffi eða World Café fyrirkomulagi um virka þátttöku almennings sem leið til aukins lýðræðis. Haldið 19. febrúar kl. 17.00-18.30 í samstarfi við ILDI þjónusta og ráðgjöf, Endurmenntun HÍ og Morgunblaðið. Umsjón: Sigurborg Kr. Hannesdóttir, MSc. ILDI ehf.
 
Stjórnarskráin og stjórnlagaþing. Hádegismálstofa haldin 12. mars í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands. Framsögumenn Gunnar Helgi Kristinsson prófessor og Hafsteinn Þór Hauksson mag.jur., skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis. Auk þeirra sátu í pallborði Eiríkur Tómasson prófessor og Skúli Magnússon dósent við HÍ og ritari EFTA-dómstólsins. Fundarstjóri Trausti Fannar Valsson lektor.
 
Hvernig má ná auknum árangri í rafrænni stjórnsýslu? Hvað má læra af öðrum OECD ríkjum? Morgunmálþing haldið 13. mars í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, forsætisráðuneyti og Skýrslutæknifélag Íslands. Fyrirlesarar Yih-Jeou Wang sem stýrir verkefnum OECD er lúta að rafrænni stjórnsýslu (OECD E-Government Project, dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og Guðbjörg Sigurðardóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti. Fundarstjóri Haukur Ingibergsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
 
Workshop on institutional reform in local government; theoretical and practical challenges of institutional change. Haldið 26. mars kl. 13.00- 15.00 í samstarfi við stjórnmálafræðideild og fjárreiðudeild Kaupmannahafnarborgar. Fyrirlesarar Róbert Ragnarsson sveitarstjóri Vogum og stundakennari við HÍ og Hans Carl Madsen frá fjárreiðudeild Kaupmannahafnarborgar.
 
Mat á hagnýtu og fræðilegu gildi meistaranáms í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hádegisfundur 27. mars haldinn í samstarfi við Félag stjórnsýslufræðinga. Málshefjandi Rósa Guðrún Bergþórsdóttir MPA, sem vann í meistararitgerð sinni úttekt, mat á hagnýtu og fræðilegu gildi MPA-náms við Háskóla Íslands.
 
Hvernig geta þjóðafrumkvæði og almennar atkvæðagreiðslur bætt fulltrúalýðræðið? Alþjóðleg reynsla- íslenskar áskoranir. Hádegisfyrirlestur 31. mars í samstarfi við stjórnmálafræðideild. Fyrirlesari Bruno Kaufman, stjórnmálafræðingur og blaðamaður, sem fylgdist með "búsáhaldabyltingunni" á Íslandi í janúar. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri IRI (Initiative & Referendum institute Europe), hefur rannsakað og ritað bækur um lýðræði og átakastjórnmál.
 
Hvað gerðist eiginlega í bankahruninu? Á yfirborðinu og bak við tjöldin? Hvað segja rannsóknir Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings okkur? Hádegisfyrirlestur 10. júní. Fyrirlesari: Guðni Th. Jóhannesson lektor við Háskólann í Reykjavík höfundur bókarinnar Hrunið. Fundarstjóri Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og sviðsforseti v. Háskóla Íslands.
 
Íslenski verðbréfamarkaðurinn; sýndarviðskipti og blekkingarleikur? Hádegisfyrirlestur 23. júní í samstarfi við hagfræðideild HÍ. Fyrirlesari Jón F. Thoroddsen BA í hagfræði, fv. verðbréfamiðlari og höfundur bókarinnar Íslenska efnahagsundrið-flugeldahagfræði fyrir byrjendur. Fundarstjóri Þórólfur Mattíasson prófessor í hagfræði.
 
Aukið lýðræði í sveitarfélögum; Hlutverk þeirra við að endurbyggja traust með nýjum lýðræðisaðferðum, persónukjöri og siðareglum fyrir sveitarstjórnarfólk. Síðdegismálþing haldið 19. ágúst í samstarfi við lýðræðishóp Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fyrirlesarar Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor og Magnús Karel Hannesson sviðsstjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
Áhrif ESB-umsóknar Íslands á Noreg og EES samninginn? Hádegisfyrirlestur haldinn 26. ágúst í samstarfi við Evrópusamtökin. Fyrirlesari Paal Frisvold, formaður norsku Evrópuhreyfingarinnar, einn helsti sérfræðingur Norðmanna í málefnum EES og ESB. Ásamt Paal tók síðan Vidar Björnstad, þingmaður Verkamannaflokksins á norska Stórþinginu og áhrifamaður í norsku verkalýðshreyfingunni þátt umræðum. Fundarstjóri Siv Friðleifsdóttir alþingismaður.
 
Kynjaskekkja í stjórnmálum og þróun tekjuskiptingar á Íslandi: Útgáfuboð og fyrirlestrar haldnir síðdegis 3. september í tilefni af útkomu 1. tölublaðs 5. árgangs vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla. Kynjaskekkja í stjórnmálum; Breytingar og áhrifaþættir: Þorgerður Einarsdóttir dósent og Lilja Hjartardóttir dr.nemi. Heimur hátekjuhópanna: Um þróun tekjuskiptingar á Íslandi 1993-2007: Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson félagsfræðingur.
 
Sameining og endurskipulagning ríkisstofnana: Hvernig skilar slíkt bestum árangri? Hverjar eru helstu hindranir og lausnir? Morgunmálþing haldið 16. september í samstarfi við Ríkisendurskoðun og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlestrar og holl ráð: Leifur Eysteinsson, sérfr. hjá menntamálaráðuneyti, höfundur rits um sameiningar ríkisstofnana, Björg Kjartansdóttir viðskiptafræðingur og sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, Sigurður Helgason ráðgjafi, og Eyþór Eðvarðsson, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf., Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands, Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís ohf. og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og f.v. forstjóri LSH. Fundarstjóri Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti.
 
Hvernig getum við varðveitt góðan starfsanda á tímum niðurskurðar og skerðinga á kjörum starfsmanna? Morgunmálþing 15. október í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fyrirlestrar og holl ráð; Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Arndís Ósk Jónsdóttir, Stefán Eiríksson og Erna Einarsdóttir. Fundarstjóri Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
 
Af hverju brást ríkið? Hvernig endurbyggjum við það? Hádegisfyrirlestur 16. október í samstarfi við Siðfræðistofnun. Fyrirlesari Páll Skúlason prófessor.
 
Höfum við efni á fagmennsku? Morgunmálþing haldið 24. nóvember í samstarfi við Bandalag háskólamanna. Fyrirlesarar: Salvör Nordal, Siðfræðistofnun HÍ, Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, Vilborg Oddsdóttir, Félagsráðgjafafélagi Íslands og Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Sálfræðingafélags Íslands. Fundarstjórn og inngangur Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.
 
Frumkvöðlastarf Ásu Guðmundsdóttur Wright á sviði náttúruverndar og vísinda. Hádegisfyrirlestur í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða haldinn 25. nóvember í tilefni af útkomu ævisögu Ásu. Fyrirlesari. Höfundur bókarinnar Kona þriggja eyja − Ævisaga Ásu Wright, dr. Inga Dóra Björnsdóttir mannfræðingur.
 
Biðröðin inn í ESB- samanburður á norður Evrópuríkjum og suðausturríkjum Evrópu: Útgáfuboð og fyrirlestrar haldnir síðdegis 10. desember í tilefni af útkomu 2. tölublaðs 5. árgangs vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla. Fyrirlestrar: "Iceland’s Neighbours in the EU Entry Queue: Contrasts or Parallels in EU Enlargement to the North and the South-East", Alyson J. K. Bailes, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ og Jóhanna María Þórdísardóttir MA í alþjóðasamskiptum og "Sense of Sovereignity. How National Sentiments have Influenced Iceland‘s European Policy", Eiríkur Bergmann Eiríksson dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is