Viðburðir 2011

13. janúar 2011. Opin hádegisfundur. Eru skýrslur erlendra sendimanna traust heimild um íslensk stjórnmál? Frummælendur voru Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og talsmaður Wikileaks, Jón Ólafsson prófessor við Háskólann á Bifröst og Styrmir Gunnarsson fyrrv. ritstjóri. Umræðum stjórnaði Ólafur Þ. Harðarson prófessor og forseti Félagsvísindasviðs HÍ.
 
27. janúar 2011. Morgunverðarfundur. Viðbúnaður, fyrirhyggja, traust- hvernig býr stjórnsýslan sig undir óvænt atvik? Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Framsögumenn voru Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis, Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu, Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar og Ásthildur E. Bernharðsdóttir, sérfræðingur í áfallastjórnun og kennari við HÍ. Fundarstjóri var Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.
 
27. janúar 2011. Málþing. Hvernig er staðið að áhættustjórnun, viðbúnaði og forvirku eftirliti hjá stofnunum ríkisins?-Sviðsmyndir. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Framsögumenn voru Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsingafræðum við HÍ, Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, Kjartan Þorkelsson,sýslumaðurinn á Hvolsvelli, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs LSH, Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar og Gunnar Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fundarstjóri var Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
 
23. febrúar 2011. Morgunverðarfundur. Breyttar hugmyndir um stöðuveitingar og störf stjórnenda í opinberum rekstri. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Frummælendur voru Gunnar Björnsson skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir lektor HÍ og Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM. Fundarstjóri var Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
 
25. febrúar 2011. Málþing. Daglegt líf, afkoma og aðstæður öryrkja. Í samstarfi við velferðarráðuneytið, Örykjabandalagið og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum. Ávarp fluttu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Guðmundur Magnússon formaður ÖBÍ. Erindi fluttu: Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum HÍ, Friðfinnur Steingrímsson, Knútur Birgisson, María Dröfn Þorláksdóttir, Eiríkur Smith, sérfræðingur í fötlunarfræðum HÍ og Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur í velferðarráðuneytinu. Málþingsstjóri var Emil Thóroddsen, frqmkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands.
 
15.mars 2011. Málþing. Virkni, afþreying, þáttaka-Málþing um nýsköpun og rannsóknir um bætt heilbrigði og virkni eldri borgara. Í samstarfi við Landsamband eldri borgara og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduverndar. Erindi fluttu: Dr. Sólveig Ása Árnadóttir, sjúkraþjálfari, Janus Guðlaugsson, MEd íþróttafræðingur, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, hjúkrunrarfræðingur, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Dagmar Huld Matthíasdóttir, hjúkrunarforstjóri, Kristinn Guðbrandur Harðarson, kennari og Ásdís Skúladóttir, forstöðumaður. Málþinginu stjórnuðu Helgi K. Hjálmsson, formaður LEB og Sigurveig Huld Sigurðardóttir, dósent Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
 
23.mars 2011. Morgunverðarfundur: Árangur í skugga niðurskurðar, Hvernig má meta afköst og gæði í opinberum rekstri? – Alþjóðlegir mælikvarðar, stefna stjórnvalda, dæmi um aðferðir innlendra stofnana. Í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Framsögumenn: Steinunn Halldórsdóttir, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu Dr. Ómar Kristmundsson, prófessor HÍ og Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Panelumræður með þátttöku frummælenda auk Jóns Atla Benediktssonar aðstoðarrektors HÍ, Kristínar Lindu Árnadóttur forstjóra Umhverfisstofnunar og Maríu Heimisdóttur framkvæmdastjóra fjármálasviðs LSH. Fundarstjóri var Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.
 
24. mars 2011. Opinn hádegisfyrirlestur. Í kjölfar hrunsins: Hvernig höldum við yfirsýn í miðri atburðarrásinni? After the crisis: How to Tell the Forest from the Trees, When You Are Not Out of the Woods Yet. Í samstarfi við efnahags- og viðskiptaráðuneytið með Mark Blyth, prófessor í pólítískri hagfræði við Brown University. Fundarstjóri var Dr. Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild HÍ.
 
31. mars 2011. Opinn fyrirlestur. Icesave-samþykkt eða synjun. Hver er áhættan? Í samstarfi við Stjórnmálafræðideild HÍ. Fyrirlesari var Lee Buchheit, formaður íslensku samninganefndarinnar um Icesave samningana. Fundarstjóri var Hulda Þórisdóttir, lektor í Stjórnmálafræðideild HÍ.
 
5. apríl 2011. Opið málþing: Hvernig ber að standa að ráðningu í störf innan stjórnsýslunnar? Sjónarmið stjórnsýslufræðanna, lögfræðinnar og mannauðsstjórnunar. Í samstarfi við Lagastofnun og Viðskiptafræðideild HÍ. Framsögumenn voru: Dr. Ásta Bjarnadóttir, vinnusálfræðingur og forstöðumaður við HÍ, Hafsteinn Þór Hauksson lektor við Lagadeild HÍ og Dr. Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Eftir það voru panelumræður og almennar umræður með frummælendum auk Katrínar S. Óladóttur, framkvæmdastjóra Hagvangs og Gunnars Haugen, framkvæmdastjóra Capacent ráðninga. Fundarstjóri var Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Viðskiptafræðideild HÍ.
 
7.apríl 2011. Opinn hádegisfundur um ICESAVE með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Í samstarfi við Stjórnmálafræðideild. Frummælendur voru Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna, Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins og Þór Saari frá Hreyfingunni. Fundarstjóri var Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs HÍ.
 
28. apríl 2011. Morgunverðarfundur. Hvernig geta stjórnendur náð betri árangri í innkaupum? - Tækifæri til frekari hagræðingar í rekstri stofnana. Stefna stjórnvalda, ábendingar um innkaup, vistvæn innkaup og kaup á vöru og þjónustu. Í samstarfi við Félag forstöðumanna. Ávarp: Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Frummælendur: Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri hjá 21 Ríkisendurskoðun og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Ríkiskaupa. Panelumræður með frummælendum og Steingrími A. Arasyni forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, Elvu R. Jónsdóttur sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun og Haraldi Bjarnasyni sérfræðingi hjá fjármálaráðuneytinu. Fundarstjóri var Magnús Pétursson ríkissáttasemjari.
 
1. júní 2011. Opinn hádegisfyrirlestur. Social ties and social trust in Iceland under the Economic crisis. Fyrirlesari var Katarzyna Growiec, doktor í félagsfræði og kennari við Háskólann í Varsjá. Fundarstjóri var Dr. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ.
 
14. september 2011. Hvernig má stuðla að betri stjórnmálum? Designing a Better Politics. Opinn afmælisfyrirlestur á vegum Stjórnmálafræðideildar HÍ og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands. Fyrirlesari var Gerry Stoker prófessor í stjórnmálafræði við University of Southampton og og höfundur/ritstjóri á þriðja tugs bóka um stjórnmál. Fundinum og umræðum stjórnaði Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor.
 
21. september 2011. Morgunverðarfundur. Hvað er framundan í opinberum rekstri ? Staðan, horfurnar, stefnan og áherslurnar-hvaða áhrif hefur efnahagslegur samdráttur haft á íslenskt samfélag? Í samstarfi við Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Erindi fluttu: Steingrímur J. Sigfússon, Friðrik Már Baldursson forseti viðskiptadeildar HR og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ. Fundarstjóri var Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
 
21. september 2011. Málþing: Hvernig hafa opinberar stofnanir brugðist við efnahagslegum samdrætti? Sýn forstöðumanna og ráð til stjórnvalda. Erindi fluttu: Björn Zoëga, forstjóri LSH Sigurður Kristinsson, vararektor Háskólans á Akureyri, Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, Svanhildur Sverrisdóttir, starfsmannastjóri Landhelgisgæslunnar, Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Fundarstjóri var Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
 
14. október 2011. Málþing: Þingræði á Íslandi í 100 ár-Uppruni, eðli og inntak þingræðis, framkvæmd þingræðis á Íslandi. Í samstarfi við Alþingi í tilefni af útgáfu bókarinnar Þingræði á Íslandi: Samtíð og saga. Frummælendur voru Dr. Þorsteinn Magnússon, stjórnmálafræðingur og aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, Dr. Stefanía Óskarsdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ, Dr. Ragnheiður Kristjánsdóttir , aðjúnkt í sagnfræði við HÍ og Dr. Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Helgi Skúli Kjartansson prófessor og Svavar Gestson, fyrrv. ráðherra ræddu við höfunda að loknum framsögurerindumþ Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis opnaði málþingið. Dr. Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs stjórnaði umræðum.
 
26. október 2011. Opin ráðstefna. Aðstæður fatlaðs fólks: Aðbúnaður, þjónusta, viðhorf, líðan, sjálfræði á vegum Velferðarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við Félagsvísindastofnun, Rannsóknarstofnun í fötlunarfræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands í tilefni af útkomu skýrslu um þjónustu við fatlað fólk við tilfærslu á málaflokknum frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011, sem gerð var af Félagsvísindastofnun, Rannsóknarstofnun í fötlunarfræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Framsögumenn voru Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum HÍ, Tryggvi Þórhallsson, lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga, Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar, Soffía Lárusdóttir, Akureyrarbæ, Hrefna K. Óskarsdóttir og Guðjón Sigurðsson frá Öryrkjabandalagi Íslands, Friðrik Sigurðsson og Þorvarður Karl Þorvarðarson frá Þroskahjálp, Anna Lilja Magnúsdóttir frá Þroskaþjálfafélaginu, Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR, Freyja Haraldsdóttir framkvæmdastjóri NPA og Halldór Halldórsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Lára Björnsdóttir sérfræðingur í velferðarráðuneytinu var ráðstefnustjóri.
 
3.nóvember 2011. Ráðstefna um nýsköpun í opinberum rekstri-Nýjar lausnir við nýjum áskorunum. Í samstarfi við fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís. Ávarp flutti Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Erindi fluttu: Ómar H. Kristmundsson prófessor HÍ, Þorsteinn Gunnarsson sérfræðingur hjá Rannís og Edwin Lau frá OECD. Afhent voru nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri og viðurkenningar og upplýsingagáttin www.nyskopunarvefur.is opnuð. Fundarstjóri var Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar.
 
3.nóvember 2011. Nýsköpun í opinberum rekstri-Kynning á nýsköpunarverkefnum-Málstofa 1. Kynnt voru nýsköpunarverkefni frá eftirtöldum stofnunum og embættum: Lögreglustjóranum á Hvolsvelli, Blindrabókasafninu, Matvælastofnun, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Landspítala, Ríkiskaupum, Framkvæmdasýslu ríkisins, Háskólanum á Akureyri og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fundarstjóri var Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
 
4. nóvember 2011. Opinn hádegisfundur. Íslensku kosningarannsóknirnar 1983-2009: Opnun gagnagrunns og nýjar rannsóknarniðurstöður. Í samstarfi við Stjórnmálafræðideild og Félagsvísindastofnun. Framsögumenn voru Dr. Ólafur Þ. Harðarson forseti Félagsvísindasviðs, Dr. Hulda Þórisdóttir lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ og Eva Heiða Önnudóttir, doktorsnemi. Dr. Þorgerður Einarsdóttir, deildarforseti Stjórnmálafræðideildar HÍ stýrði fundinum.
 
22.nóvember 2011. Málþing: Hjúkrunarheimili framtíðarinnar- heimilisfólk, aðbúnaður, þjónusta. Í samstarfi við Landsamband eldri borgara, Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Erindi fluttu: Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, Ingibjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur LSH Ágústa Benný Herbertsdóttir, starfsmaður vistunarmatsnefndar höfuðborgarsvæðisins, Gísli Páll Pálsson, forstjóri, Hrönn Ljótsdóttir forstöðumaður og Guðbjörg R. Guðmundsdóttir, samskiptafulltrúi. Lokaorð flutti Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landsambands eldri borgara. Fundarstjórar voru Ásta Möller, forstöðumaður og Elísabet Karlsdóttir framkvæmdastjóri.
 
12. desember 2011. Hádegisfundur. Var Jón forseti með og á móti ESB? – Hagnýting á minningu Jóns Sigurðssonar í stjórnmálum. Dr. Páll Bjönsson, sagnfræðingur, höfundur bókarinnar Jón forseti allur? Táknmynd þjóðhetju frá andláti til samtíðar ræddi um notkun á ímynd Jóns. Umræðum stjórnaði Dr. Birgir Hermannsson aðjúnkt við stjórnmálafræðideild HÍ.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is