Viðburðir 2013

Janúar til febrúar 2013. Framhald raðar sjö funda sem hófst í nóvember 2012 um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands. Haldið á vegum Lagadeildar og Stjórnmálafræðideildar HÍ og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri. Yfirskrift fundanna var Ferill- Inntak og eðli breytinga. Áhrif á stjórnskipun. og en hver fundur fjallaði síðan um einstaka þætti er varðaði tillögur um breytingar á stjórnarskránni sem voru til meðferðar á Alþingi . Fundirnir í byrjun árs 2013 voru haldnir í Hátíðasal HÍ og voru þeir sendir út í beinni útsendingu og jafnframt teknir upp og voru upptökur aðgengilegar á á vef HÍ og samstarfsaðila.
  • 16. janúar 2013. Stjórnarskráin og lýðræðið, Kosningakerfi- Persónukjör- Þjóðaratkvæðagreiðslur. Framsögumenn og þátttakendur í pallborði voru Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Ólafur Þ. Harðarson prófessor, Jón Ólafsson prófessor, Ágúst Þór Árnason deildarformaður HA. Ragnhildur Helgadóttir prófessor stýrði fundi.
  • 30. janúar 2013. Hlutverk og staða Alþingis í nýrri stjórnarskrá. Löggjafarhlutverkið- Eftirlit Alþingis með stjórnvöldum - Nýtt hlutverk forseta Alþingis- Samspil Alþingis og kjósenda í ákvarðanatöku. Framsögumenn og þátttakendur í pallborði voru Hafsteinn Þór Hauksson lektor, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Stefanía Óskarsdóttir lektor. Fundarstjóri var Ómar H. Kristmundsson.
  • 13. febrúar 2013. Mannréttindi í stjórnarskrá. Samanburður við breytingar á stjórnarskrá Noregs- Er vernd mannréttinda áfátt samkvæmt núverandi stjórnarskrá? Hvert er markmið tilagna um breytingar? Mannréttindi og náttúra- Tengsl við alþjóðlega mannréttindasamninga. Framsögumenn og þátttakendur í pallborði voru Eivind Smith prófessor við Lagadeild Oslóarháskóla, Björg Thorarensen prófessor, Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor. Fundarstjóri var Róbert R. Spanó prófessor.
  • 27. febrúar 2013. Ísland, fullveldið og alþjóðasamfélagið. Framsögumenn og þátttakendur í pallborði voru Björg Thorarensen prófessor, Kristrún Heimisdóttir lektor og Bjarni Már Magnússon sérfræðingur við HR. Fundarstjóri var Róbert R. Spanó prófessor.
 
23. janúar 2013. Málþing: Hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í aðdraganda kosninga. Í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og meistaranám í blaða- og fréttamennsku við HÍ. Tilefnið var ábendingar eftirlitsnefndar ÖSE um að hér á landi giltu ekki opinberar reglur um störf og skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga. Framsögumenn og þátttakendur í pallborði voru: Finnur Beck lögfræðingur, Elfa Ýr Gylfadóttir frkv.stj. Fjölmiðlanefndar, Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlafræðingur, Margrét Sverrisdóttir verkefnastjóri, Ólafur Stephensen ritstjóri, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður, Ólafur Þ. Harðarson prófessor og Freyr Einarsson ritstjóri. Fundarstjóri var Þór Jónsson blaðamaður.
 
31. janúar 2013. Morgunverðarfundur: Hvernig má efla liðsheild og starfsanda á erfiðum tímum?- Nokkur ráð til stjórnenda um árangursríkar leiðir. Haldið á Grand hótel Reykjavík samstarfi við Félag forstöðumannaríkisstofnana. Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur, Ólafur Hauksson sérstakur saksóknari og Erna Einarsdóttir starfsmannastjóri LSH fjölluðu um árangursríkar leiðir til að styðja við starfsfólk og stuðla að aukinni samstöðu, samvinnu og starfsánægju þess á erfiðum tímum. Fundarstjóri var Sveinn Margeirsson, forstjóri MATÍS.
 
19. febrúar 2013. Opinn fyrirlestur: Frjálshyggjan, kreppan og kapítalisminn. Opin fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands kl.17-18. Dr. Hannes H. Gissurarson ræddi gagnrýni á frjálshyggju og kapítalisma í fimm nýútkomnum bókum. Eftir fyrirlesturinn bauð Hannes til móttöku í Hámu í tilefni sextugsafmælis síns. Ómar H. Kristmundsson stýrði fundinum.
 
4. mars 2013. Hádegisverðarfundur: Framtíð opinberrar þjónustu.- Alþjóðlegir straumar, reynsla annarra þjóða, ráðleggingar um áherslur og úrlausnarefni. Haldið á Grand hótel Reykjavík í samvinnu við forsætisráðuneytið og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Aðalræðumaður var Rolf Alter forstöðumaður opinberrar stjórnsýslu hjá OECD. Í pallborði voru Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri, Ómar H. Kristmundsson prófessor og Magnús Guðmundsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Fundarstjóri var Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.
 
7. mars 2013. Opinn fyrirlestur: Uppljóstranir og áhrif tækniþróunar á dreifingu upplýsinga – Whistleblowing in the Digital Age: Integrity Systems Research. Opinn fyrirlestur dr. Suelette Dreyfus í Norræna húsinu kl. 12:00-13:00. Í samstarfið við Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi, Alþjóðamálastofnun og Norræna húsið. Fundarstjóri var Svavar Halldórsson stjórnmálafræðingur.
 
10. apríl 2013. Morgunverðarfundur: Grænn opinber rekstur.-Hversu vistvænn er opinber rekstur nú? Hvert skal stefna? Haldinn á Grand hótel Reykjavík í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Á fundinum voru m.a. kynntar nýjar rannsóknarniðurstöður um hversu vistvænn rekstur opinberra stofnana er, kynning á nýrri stefnu um grænan ríkisrekstur og fjárhagslegan og faglegan ávinning af vistrænum aðferðum í opinberum rekstri. Framsögumenn voru Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Birna Helgadóttir, verkefnisstjóri umhverfis- og samgöngumála hjá LSH, Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar og Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri rekstrarsviðs ÁTVR. Pallborð með þátttöku frummælenda auk Halldórs Ó. Sigurðssonar forstjóra Ríkiskaupa þar sem umræðuefnið var staða og næstu skref til græns opinbers rekstrar. Fundarstjóri var Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.
 
17. apríl 2013. Opinn fyrirlestur: Open University og Futurelearn- Notkun upplýsingatækni í háskólanámi. Ný tækifæri-aukin fjölbreytni-meira aðgengi. Haldinn í Odda 101 í samstarfi við Stjórnmálafræðideild og Kennslumiðstöð HÍ. Fyrirlesari var Dr. Leslie Budd frá Open University Business School . Mikil umræða hefur átt sér stað um svokölluð MOOC námskeið (massive on-line courses) sérstaklega um möguleika slíkra námskeiða til að auka aðgengi að háskólamenntun. Innan Háskóla Íslands hefur einnig átt sér stað umræða um möguleika á að nýta slík námskeið í námi og kennslu. OU er sá skóli sem hefur lengstu reynsluna af því að nota upplýsingatækni til að auka aðgengi að háskólamenntun. Í fyrirlestrinum var fjallað um Open University, MOOC námskeið (massive online courses) og um Futurelearn. Dr. Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands setti fundinn. Fundinum stýrði dr. Ómar H Kristmundsson, deildarforseti Stjórnmálafræðideildar.
 
18. apríl 2013. Opinn fyrirlestur: Notkun upplýsingatækni til að auka samfélagsþátttöku og jafnræði þjóðfélagshópa- Developing the Capacities of the Digital Social Economy. Haldinn í HT 101 í samvinnu við Stjórnmálafræðideild HÍ og Fræðasetur um þriðja geirann. Fyrirlesari var Dr. Leslie Budd frá Open University Business School, Centre for Innovation Knowledge and Development. Niðurstaða verkefnisins eGovernment for You (eGOV4U), sem styrkt var af Evrópusambandinu og fólst í að meta verkefni í upplýsingatækni í nokkrum Evrópuríkjum m.a. Íslandi, sýndi að hana mætti nota til að auka samfélagslega virkni hópa eins og eldra fólks, fatlaðs fólks og innflytjenda með því að auka færni þeirra í tölvu- og vefnotkun. Komið hefur í ljós að þriðji geirinn hefur með þróun rafrænna neta gegnt mikilvægu hlutverki í þessum efnum. Í fyrirlestrinum var fjallað um þetta hlutverk í alþjóðlegu samhengi. Dr. Ómar H Kristmundsson, deildarforseti Stjórnmálafræðideildar stýrði fundinum.
 
19.- 24. apríl 2013. Þrír opnir fundir í Háskóla Íslands í aðdraganda alþingiskosninga 2013 í samvinnu við Stjórnmálafræðideild:
  • 19. apríl 2013 kl. 12-13 í Odda st. 101 : Stjórnarkreppan mikla. Hvers vegna munu stjórnarmyndunarviðræður ganga illa eftir alþingiskosningarnar í apríl 2013? Guðni Th. Jóhannesson lektor í sagnfræði skoðaði stjórnarmyndunarviðræður í sögulegu ljósi og leiddi m.a. leiða rök að því að eftir þingkosningarnar sem framundan voru muni reynast erfitt að koma saman ríkisstjórn. Umræðum stjórnaði Steinunn Stefánsdóttir, blaðamaður.
  • 22. apríl 2013 kl. 12-13 í Odda st. 101: Hver er staðan í íslenskum stjórnmálum fimm dögum fyrir Alþingiskosningar? Dr. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði og Dr. Stefanía Óskarsdóttir lektor í stjórnmálafræði, fjölluðu um stöðuna í íslenskum stjórnmálum fimm dögum fyrir kosningar. Umræðum stjórnaði Höskuldur Kári Schram fréttamaður á Stöð 2.
  • 24. apríl 2013 kl. 12:15-13:15 í Odda st. 101. Hvernig hegða kjósendur sér? Dr. Ólafur Þ Harðarson ræddi Kosningasveiflur og nýir flokka og í erindi Evu Heiðu Önnudóttir doktorsnema í stjórnmálafræði Nýir kjósendur, gamlir flokkar?: Tryggð kjósenda við stjórnmálaflokka og nálægð á hugmyndafræði fjallaði hún m.a. um minnkandi tryggð kjósenda og minni áhrif vinstri- hægri nálægðar við stjórnmálaflokk á það sem fólk kýs.
 
24. apríl 2013. Morgunverðarfundur: Markvissar umbætur í opinberum rekstri – leið til betri árangurs. Betri árangur og aukin gæði með notkun CAF-líkansins (Common Assessment Framework). Haldinn á Grand hótel Reykjavík. Í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra flutti ávarp og opnaði fundinn. Erindi héldu Pétur Berg Matthíasson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Haraldur Hjaltason framkvæmdastjóri Artemis, Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, gæðastjóri hjá Geislavörnum ríkisins og Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Fundarstjóri var Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
 
26. júní 2013. Útgáfuhóf í tilefni af útkomu vorheftis veftímaritsins; Stjórnmál og stjórnsýsla. Í Odda stofu 101. Dr. Baldur Þórhallsson prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ ræddi grein sem hann ritaði ásamt Alyson Bailes og Rachael Lorna Johnstone Scotland as an independant state og Þorsteinn Kristinsson stjórnmálafræðingur fjallaði um greinina Iceland’s External Affairs from 1400 to the Reformation: Anglo-German Economic and Societal Shelter in a Danish Political Vacuum, en hann er höfundur greinarinnar ásamt Baldri Þórhallssyni prófessor. Fundarstjóri var dr. Gunnar Helgi Kristinsson.
 
7. október 2013. Morgunverðarfundur: Fjárlagafrumvarpið 2014 og staða ríkisfjármála- Hvaða breytingar eru framundan í opinberum rekstri? Haldið á Grand hótel í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ræddi fjárlagafrumvarpið 2014, stöðu og horfur í ríkisfjármálum og áform ríkisstjórnarinnar um áherslubreytingar í ríkisrekstri. Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka brugðust við ræðu fjármála- og efnahagsráðherra og lögðu fyrir hann spurningar. Fundarstjóri var Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.
 
29. október 2013. Morgunverðarfundur: Nýskipan í opinberum fjármálum - Heildstæð stefnumótun, aukið samráð og nýjar áherslur við framkvæmd fjárlaga. Haldið á Grand hótel Reykjavík í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið. Nýtt frumvarp um opinber fjármál var til kynningar og umræðu og skoðuð áhrif þess á rekstrarumhverfi stofnana ríkis og sveitarfélaga. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og formaður stýrihóps sem vann að endurskoðun á lögum um fjárreiður ríkisins kynnti frumvarpið. Þá ræddi Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga áhrif frumvarpsins á sveitarfélögin í landinu, Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri fjallaði um hvað breytt vinnulag við fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga þýða fyrir stjórnendur hjá hinu opinbera og að lokum ræddi Gunnar Hall fjársýslustjóri um nýja framsetningu reikningsskila. Fundarstjóri var Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.
 
19. nóvember 2013. Morgunverðarfundur: Sameining og endurskipulagning ríkisstofnana. Bestu aðferðir við undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni sameiningar og samþættingu mannauðs. Haldinn á Grand hótel Reykjavík í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið, Ríkisendurskoðun, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Félag stjórnsýslufræðinga. Á fundinum ræddi Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um áform um sameiningar ríkisstofnana og hvernig staðið verði að undirbúningi og framkvæmd þeirra og stuðningi við forstöðumenn viðkomandi stofnana frá hendi stjórnarráðsins. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar fjallað um hvaða lærdóm má draga af úttektum stofnunarinnar um sameiningu stofnana. Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins ræddi um þá áskorun að sameina heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið í eitt ráðuneyti og Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri ræddi árangurríka sameiningu embætta ríkisskattstjóra og níu skattstjóra víða um land í eitt, embætti ríkisskattstjóra þar sem aðferðir mannauðsstjórnunar voru lykillinn að árangri.
 
6. desember 2013. Hvað afmarkar landamæri ríkja? Opinn fyrirlestur í samvinnu við Alþjóðamálastofnun haldinn í Lögbergi stofu 101. Fyrirlesari var Dr. Emmanuel Brunet-Jailly kennari við University of Victoria í Kanada en hann leiðir alþjóðlegan hóp um 100 fræðimanna frá 21 háskóla í ellefu löndum m.a. í Kanada, Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu og Miðausturlöndum sem hafa fengið styrk til að skoða landamæri á 21. öldinni - Borders in Globalisation- raunveruleg, óbein og sýndar landamæri ríkja á 21. öldinni (real, remote and virtual borders). Í fyrirlestrinum kynnti hann rannsóknina og þau álitamál sem tekist er á við. Fundarstjóri var Stefanía Óskarsdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ.
 
19. desember 2013. Útgáfuhóf í tilefni af útkomu haustheftis 2013 hjá veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Í Odda stofu 101. Tveir höfundar greina sem birtust í hausthefti 2013 kynntu efni sitt. Birgir Guðmundsson ræddi grein sína Pólítísk markaðsfjölmiðlun og Stefán Ólafsson grein sína Well being in the Nordic countries: An International Comparison. Fundarstjóri var dr. Gunnar Helgi Kristinsson.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is