Umbætur í opinberri stjórnsýslu og árangur þeirra: Hvernig stendur Ísland í samanburði við önnur Evrópuríki?

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands standa fyrir 

Morgunverðarfundi um umbætur í opinberri stjórnsýslu og árangur þeirra

Hvernig stendur Ísland í samanburði við önnur Evrópuríki?

Skoðun og reynsla stjórnenda í opinberri stjórnsýslu

á Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 10. febrúar kl. 08:30-10.00

  • Hvernig hefur gengið að innleiða umbætur á Íslandi?  
  • Hvað getum við lært af reynslu síðustu ára?  
  • Hvernig standa íslenskir stjórnendur samanborið við erlenda kollega þeirra?
  • Hvernig hafa umbætur síðustu tveggja áratuga haft áhrif á stjórnun og rekstur stofnana? 
  • Þarf að gera breytingar á skipulagi opinbera geirans svo að hann skili meiri árangri?
Á fundinum verður greint frá helstu niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar (COCOPS) og staða Íslands í samanburði við önnur Evrópuríki skoðuð. Könnunin greinir frá skoðunum og reynslu opinberra stjórnenda á Íslandi á umbótum í ríkisrekstrinum.  Um er að ræða umfangsmikla spurningakönnun sem lögð var fyrir æðstu stjórnendur í tuttugu evrópskum löndum, þar á meðal hér á landi í fyrra.

 

Dagskrá:

1. Pétur Berg Matthíasson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinuMat stjórnenda á Íslandi á umbótum innan stjórnsýslunnar

2. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍUmbótaviðleitni og árangur stjórnsýsluumbóta í Evrópu

3. Viðbrögð við niðurstöðum rannsóknarinnar (í pallborði)Hvernig hefur gengið að innleiða umbætur í opinberum rekstri? Er þörf á breyttum áherslum í ljósi reynslunnar?

  • Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu .
  • Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands.
  • Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.

4. Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinuHelstu niðurstöður og næstu skref

Fundarstjóri verður Guðrún Ögmundsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

COCOPS (Coordinating for Cohesion in the Public Sector of the Future) rannsóknin er ein stærsta samanburðarrannsókn á umbótum í opinberri stjórnsýslu sem fram hefur farið í Evrópu. Íslenski hluti rannsóknarinnar var samstarfsverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytis, stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands og samstarfsnets evrópskra háskóla.  Markmið COCOPS rannsóknarinnar var að greina á heildstæðan hátt þær áskoranir sem opinberi geirinn í Evrópu stendur frammi fyrir og að skoða kerfisbundið áhrif umbóta sem kenndar eru við nýskipan í opinberum rekstri.

Þátttökugjald er kr. 4900 og er morgunverður, sem hefst kl. 08:00,  innifalinn.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is