Alþjóðlegt samstarf

Frá upphafi hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála lagt áherslu á að þróa og styrkja alþjóðleg tengsl, samstarf og samvinnu stofnunarinnar og Stjórnmálafræðideildar, sérstaklega hvað MPA námið varðar. Stofnunin hefur verið í samstarfi við EPAN, European Public Administration Network; með evrópskum háskólum og háskóladeildum sem bjóða MPA nám og hefur tekið þátt í verkefnum ýmissa samstarfsneta sem styrkt hafa verið af norrænum og evrópskum sjóðum. Stofnunin hefur verið framkvæmdaaðili fjölþjóðlegra ráðstefna, funda og námskeiða sem haldin hafa verið á Íslandi og hefur staðið fyrir komu margra virtra erlendra fræðimanna og fyrirlesara á sviði stjórnmála- og stjórnsýslufræða, alþjóðasamskipta o.fl. sem þátt hafa tekið í viðburðum stofnunarinnar og MPA námsins.

Mynd frá 6. ráðstefnu ECPR, sem haldin var í Reykjavík 25. - 27. ágúst 2011

Frá 6. ráðstefnu ECPR, sem haldin var í Reykjavík 25. - 27. ágúst 2011

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is