Málþing um íbúalýðræði - upptaka á vef

Síðastliðinn föstudag, 30. janúar 2015, stóðu Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála ásamt Sambandi íslanskra sveitarfélaga fyrir ákaflega vel sóttu og heppnuðu málþingi um íbúalýðræði í Norræna húsinu, í tilefni útkomu nýrrar bókar Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors: Hin mörgu andlit lýðræðis - Þátttaka og vald á sveitarstjórnarstiginu, en í bókinni er gerð grein fyrir stórri rannsókn á lýðræðis- og valdakerfum íslenskra sveitarfélaga sem framkvæmd var við Háskóla Íslands á árunum 2008-2012. 

Frummælandi á málþinginu var dr. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, við hans erindi og niðurstöðum bókarinnar brugðust síðan bæjarstjórarnir dr. Gunnar Einarsson Garðabæ, Regína Ásvaldsdóttir Akranesi og Róbert Ragnarsson Grindavík. Að því loknu tóku við fyrirspurnir úr sal og umræður. Erindin og umræðurnar má nú nálgast hér, á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is