Samstarfsverkefni í Rúmeníu - námskeið um akademísk skrif

Um miðjan apríl heldur teymi sérfræðinga og nemenda á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála til Búkarest í Rúmeníu þar sem þau munu taka þátt í sumarskóla 14. – 18. apríl um akademískar rannsóknir og skrif. Skólinn ber yfirskriftina “Writing Research Projects and Academic Writing” og er liður í verkefninu Transnational cooperation for research consolidation through knowledge and innovation transfer (KnowReset).

Verkefnið, sem hófst árið 2014 og er fjármagnað með styrk frá Uppbyggingarsjóði EES er samvinnuverkefni stofnunarinnar, East-European Center for Research in Economics and Business  við Vestur-Háskólann í  Timisoara og  Institute for Economic Forecasting við Rúmensku akademíuna. Markmið þess eru m.a. að styrkja  tengslin milli rannsakenda og háskólakennara á sviði félagsvísinda og hagfræði í Rúmeníu við sérfræðinga Háskóla Íslands, þekkingarflutningur og stuðningur íslensku sérfræðingana við uppbyggingarstarf á akademískum rannsóknum í Rúmeníu.

Fyrir íslenska teyminu fer Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Stefnt er að frekara samstarfi West University of Timisoara og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála á háskólaárinu 2015-16.

---

The Institute of Public Administration and Politics is partnering with East-European Center for Research in Economics and Business  at West University of Timisoara  and the Romanian Academy -  Institute for Economic Forecasting  on the project Transnational cooperation for research consolidation through knowledge and innovation transfer (KnowReset). One result of this collaboration, funded through EEA Grants, is the upcoming joint summer school: "Writing Research Projects and Academic Writing" to be held April 14th – 18th in Bucharest, Romania. Headed by professor Ómar H. Kristmundsson of the Faculty of Political Science, a team of Icelandic specialists and students will travel to Bucharest next week to participate in this opportunity for teaching and learning.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is