Nýsköpunarverðlaun í opinberri stjórnsýslu 2015: Geðheilsustöð Breiðholts

Föstudaginn 23. janúar 2015 voru í fjórða sinn afhent verðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu og var það Geðheilsustöð Breiðholts í Reykjavík sem verðlaunin hlaut í ár. Að auki hlutu fimm önnur verkefni sérstakar viðurkenningar en alls voru 49 nýsköpunarverkefni tilnefnd af stofnunum og sveitarfélögum um land allt.

Það eru fjármála- og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Samband íslenskra sveitarfélaga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís sem standa að þessum viðburði til að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til meiri nýsköpunar í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi.

Nánari upplýsingar og myndbönd um verkefnin má sjá hér, á Nýsköpunarvefnum, og þar er einnig að finna upptökur af erindum sem flutt voru við veitingu verðlaunanna á hádegisverðarfundi sl. föstudag. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is