Útgáfuboð í tilefni af útkomu 2. tbl. 10. árg. veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla

Útgáfuboð í tilefni af útkomu 2. tbl., 10. árg. Stjórnmál og stjórnsýsla verður haldið fimmtudaginn 18. desember kl. 16.30 í Odda- Háskóla Íslands, stofu 101. Við opnunina mun einn höfunda, Gestur Páll Reynisson, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála flytja erindi um grein hans og Ómars H. Kristmundssonar, prófessors við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem ber titilinn Hverjir verða aðstoðarmenn ráðherra? Þar fjalla höfundar um bakgrunn aðstoðarmanna ráðherra frá 1971-2014 og hvernig sá bakgrunnur hefur breyst. Þessu til viðbótar er starfsferill aðstoðarmanna eftir að ráðningu lýkur athugaður. Sett er fram líkan um það hvernig bakgrunnur aðstoðarmanna fellur að því hlutverki sem þeir eru líklegir til að gegna sem aðstoðarmenn ráðherra. Hjá hluta hópsins virðist starf sem aðstoðarmaður nýtast vel fyrir pólitískan starfsferil síðar.

Fundarstjóri er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor og aðalritstjóri tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla.

Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindinu til kl. 17.30. Eftir dagskrána býður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála til móttöku á fyrstu hæð Odda.

Efni tölublaðsins verður fjölbreytt að vanda og birtast 20 fræðigreinar, þrjár almennar greinar auk átta bókadóma. Greinarnar fjalla um fjölbreytt efni íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmála frá fræðimönnum við íslenska.

Ritrýndar greinar 2. tbl. 10. árg. veftímaritsins eru:

1)        Hverjir verða aðstoðarmenn ráðherra? Höfundar eru Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Gestur Páll Reynisson, settur forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

2)        Iceland’s External Affairs from 1550-1815: Danish societal and political cover concurrent with a highly costly economic policy. Höfundar eru Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Tómas Joensen, sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.

3)        Sætaskipun á Alþingi.  Höfundur er Þorsteinn Magnússon, aðstoðarskrifstofustjóri á Alþingi.

4)        Samanburður á ráðningarferli við embættisveitingar á Íslandi fyrir og eftir efnahagshrunið. Höfundar eru Berglind Möller, MS í mannauðsstjórnun og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

5)        Vilji, völd og veruleiki í opinberri stefnumótun á Íslandi. Af óförum Íbúðalánasjóðs 2003-2005. Höfundur er Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

6)        Stjórnsýsluumbætur og árangur þeirra. Höfundar eru Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Pétur Berg Matthíasson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

7)        Samfélagsmiðlar hjá ríkisstofnunum á Íslandi: Notkun, hlutverk og markmið. Höfundar eru Már Einarsson, MA, upplýsingafræðingur og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Félags- og Mannvísindadeild Háskóla Íslands.

8)        Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum. Höfundur er Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

9)        Siðfár í íslensku samfélagi? Koma e-töflunnar til Íslands. Höfundar eru Jónas Orri Jónasson, MA í félagsfræði og Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.

10)        The Palermo Protocol: Trafficking Takes it All. Höfundar eru Jónína Einarsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands og Hamadou Boiro, rannsakandi við Instituto Nacional de Estudos e Pesquisa (INEP), Guinea-Bissau.

11)        Hagsveiflur og vinnuslys á Íslandi 1986-2011. Höfundar eru Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands og Ásgeir Tryggvason, MS í hagfræði.

12)        Þátttaka í sjálfboðastarfi á Íslandi. Höfundar eru Steinunn Hrafnsdóttir, dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

13)        Umhverfisleg sjálfbærni Íslands: Staðan og aðkoma stjórnvalda. Höfundar eru Lára Jóhannsdóttir, lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og Snjólfur Ólafsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

14)        Samfélagslegt hlutverk háskóla – Kostun í íslenskum háskólum. Höfundar eru Sigurður Kristinsson, prófessor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, Hjalti Jóhannesson, MA, sérfræðingur og Trausti Þorsteinsson, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri.

15)         Þjónandi forysta og starfsánægja í Háskóla Íslands. Höfundar eru Guðjón Ingi Guðjónsson, MS, mag. jur. og Sigrún Gunnarsdóttir, dósent við Heilbrigðisvíndasvið Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst.

16)        Gildi náms- og kynnisferða grunnskólakennara fyrir starfsþróun. Höfundar eru Guðrún Þorsteinsdóttir, M.Ed. grunnskólakennari og Trausti Þorsteinsson, dósent við kennaradeild HA.

17)        Leyfi til raforkuframleiðslu – Skyldur ríkja samkvæmt raforkutilskipuninni í ljósi reglna um jafnræði og gagnsæi. Höfundur er Kristín Haraldsdóttir, LL.M, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

18)        Stefna íslenskra stjórnvalda og vöxtur ferðaþjónustu á jaðarsvæðum: Áhrif Héðinsfjarðarganga í Fjallabyggð. Höfundar eru Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri.

19)         Velferðarþjónusta og fötluð börn: Reynsla foreldra af þjónustu Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar. Höfundar eru Snæfríður Þóra Egilson, prófessor við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands og Sara Stefánsdóttir, lektor við Iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri.

20) Þrautalánveitandi á sameiginlegu myntsvæði. Höfundur er Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Útdráttur úr grein Gests Páls og Ómars:

Greinin fjallar um bakgrunn aðstoðarmanna ráðherra frá 1971-2014 og hvernig sá bakgrunnur hefur breyst. Aldur, menntun og starfsreynsla er skoðuð með hliðsjón af ríkisstjórnartímabilum og stjórnmálaflokkum ráðherra og því svarað hvort og hvernig þessir þættir hafa breyst á rúmum fjórum áratugum. Þessu til viðbótar er starfsferill aðstoðarmanna eftir að ráðningu lýkur athugaður. Sett er fram líkan um það hvernig bakgrunnur aðstoðarmanna fellur að því hlutverki sem þeir eru líklegir til að gegna sem aðstoðarmenn ráðherra. Með hliðsjón af því líkani er rætt um hvort breytingar á hinu pólitíska aðstoðarmannakerfi í kjölfar setningar gildandi laga um Stjórnarráð Íslands muni stuðla að eflingu pólitískrar forystu. Meginniðurstöður sýna að bakgrunnur aðstoðarmanna hefur ekki tekið miklum breytingum á þeim fjórum áratugum sem um ræðir. Þó er algengara að einstaklingar sem hafa starfað í fjölmiðlum verði aðstoðarmenn en fátítt að sérfræðingar á málasviði ráðherra séu ráðnir. Hjá hluta hópsins virðist starf sem aðstoðarmaður nýtast vel fyrir pólitískan starfsferil síðar.

 

Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla, www.irpa.is, er vísindatímarit, þar sem fræðimönnum á sviði stjórnmála, stjórnsýslu og tengdra greina gefst kostur á að gera rannsóknir sínar og athuganir aðgengilegar. Fræðigreinar eru birtar á ensku eða íslensku. Tímaritið er öllum opið á netinu. Það er gefið út á vefformi tvisvar á ári í júní og desember, ritrýndar fræðigreinar ársins eru gefnar út í prentaðri útgáfu árið eftir. Meginhlutverk tímaritsins er að gera fræðilegt efni um íslenska stjórnsýslu og stjórnmál aðgengilegt með það fyrir augum að auka við þekkingu og efla faglega umræðu á þessu sviði.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is