Umræðuhefð í íslenskum stjórnmálum

Félag stjórnmálafræðinga mun í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, efna til hádegisfundar fimmtudaginn 4.desember í stofu 101 í Odda við Háskóla Íslands. Efni fundarins verður umræðuhefð í íslenskum stjórnmálum.Framsögumenn verða þau Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði, Hulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálasálfræði og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og ráðherra. Þau munu meðal annars velta upp spurningum um hvað hefur einkennt íslenska umræðuhefð í stjórnmálum í gegnum tíðina og upplifun kjósenda af umræðum á vettvangi stjórnmála.Hádegisfundurinn stendur frá klukkan 12:00 til 13:00. Allir velkomnir.Að afloknum erindum fara fram umræður og fyrirspurnir undir stjórn Evu H. Önnudóttur stjórnmálafræðings og skal fyrirspurnum um fundinn beint til hennar (eho@hi.is).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is