Fólksflutningar frá Íslandi til Kanada á síðasta fjórðungi 19. aldar fram á fyrri hluta 20. aldar.

Stofnun stjórnsýslufræða og Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands kynna málstofuna:Fólksflutningar frá Íslandi til Kanada á síðasta fjórðungi 19. aldar fram á fyrri hluta 20. aldar. Málstofan er haldin fimmtudaginn 30. október, kl. 16.30-18.00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.Einn stærsti atburður Íslandssögunnar var þegar ríflega 16.000 manns fluttust vestur um haf til Norður Ameríku á u.þ.b. 50 ára  tímabili, þar sem flestir settust að í Kanada.Í málstofunni mun Dr. Richard Sigurdson, prófessor við háskólann í Calgary fjalla um sérkenni Vestur Íslendinga sem innflytjendahóps og hvernig þeim tókst betur en mörgum öðrum hópum að halda í menningarlegar rætur sínar en á sama tíma aðlagast vel kanadísku samfélagi. Í seinna erindinu mun Egill Helgason, fjölmiðlamaður fjalla um gerð þáttaráðarinnar um Vesturfarana, sem sýndir voru á RÚV nú í haust.Fundarstjóri verður Halldór Árnason, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is