Viðverustjórnun og heilsueflandi aðgerðir á vinnustað

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnanna í samstarfi við Félag mannauðsstjóra ríkisins kynna:Viðverustjórnun og heilsueflandi aðgerðir á vinnustaðMorgunverðarfundur á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 22. október frá kl. 8.30-10.00Þátttökugjald kr. 4500,- morgunverður innifalinn. Húsið opnar kl. 8.00.Framsögumenn:

1.    Svava Jónsdóttir, ráðgjafi hjá ProActive-ráðgjöf og fræðslu.

2.    Sigríður Hrefna Jónsdóttir, mannauðsstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

3.    Vilhjálmur Kári Haraldsson, mannauðsstjóri Garðabæjar.

4.    Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands.Fundarstjóri: Svala Guðmundsdóttir, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.Engum dylst að gríðarlegur kostnaður og röskun starfsemi fyrirtækja og stofnana er vegna veikinda og tengdra forfalla. Eitt meginviðfangsefni stjórnenda og mannauðsstjóra hefur verið að finna leiðir til að stemma stigu við þessu. Ýmsar heilsueflandi aðgerðir við mannauðsstjórnun verða sí vinsælli til þess að stemma stigu við forföllum en rannsóknir benda til þess að 50-60% tapaðra vinnudaga tengist vinnutengdri streitu og sálfélagslegum þáttum.Á fundinum munu framsögumenn deila með fundarmönnum reynslu sinni af heilsueflandi aðgerðum á sínum vinnustað auk þess sem ráðgjafar á þessu sviði munu kynna hvaða leiðir eru færar við viðverustjórnun á vinnustöðum. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is