Fjárlagafrumvarpið 2015 og áhrif á opinbera starfsemi- Áhrif niðurskurðar á lögbundið hlutverk stofnana

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið kynna:

Morgunverðarfundur með fjármála- og efnahagsráðherra mánudaginn 6. október

 kl. 9:00-10.15 á Grand hótel Reykjavík.

Morgunverður frá kl. 8:30

Þátttökugjald kr. 4500,- morgunverður innifalinn.

Á fundinum mun Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ræða stöðu og horfur í ríkisfjármálum með hliðsjón af fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015, sem nýverið var lagt fram á Alþingi.

Eftir erindi fjármálaráðherra mun Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar flytja erindi um frumvarpið ásamt því að fjalla um áskorun margra opinberra stofnana að verða við hagræðingarkröfu en á sama tíma að sinna sínu lögboðna hlutverki.

Fundarstjóri verður Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is