Útgáfuboð í tilefni af útgáfu vorheftis veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla

Útgáfuboð í tilefni af útkomu 1. tbl., 10. árg. veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla verður haldið fimmtudaginn 26. júní kl. 16.30 í Odda stofu 101. Við opnunina mun einn höfunda Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ fjalla um grein sína Ábyrgð, stofnanir og íslensk stjórnsýsla. Lærdómar af bankahruni. Þar fjallar hún m.a. um einkenni virkrar ábyrgðar í stjórnsýslu og greinir út frá þeim skipan, hlutverk og starfshætti eins lykilaðila í aðdraganda og við hrun íslenska bankakerfisins s.n. Samráðsnefnd um fjármálastöðugleika.  Hún fjallar ennfremur um hlutverk og mikilvægi virkrar ábyrgðar stofnana og einstaklinga í opinberum rekstri og hvernig auka megi vægi ábyrgðar innan stjórnkerfis, fyrirtækja og í samfélaginu almennt.

Fundarstjóri er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor og aðalritstjóri tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla.

Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindinu til kl. 17.30. Eftir dagskrána býður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála til móttöku á fyrstu hæð Odda.

Efni tölublaðsins verður fjölbreytt að vanda og birtast átta fræðigreinar, ein almenn grein, auk sex bókadóma.  Greinarnar fjalla um fjölbreytt efni íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmála frá fræðimönnum við íslenska háskóla.

Ritrýndar greinar 1. tbl. 10. árg. veftímaritsins eru:

1)    Ábyrgð, stofnanir og íslensk stjórnsýsla. Lærdómar af bankahruni. Höfundur er Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ.

2)    Stjórnmál eða stjórnsýsla? - Frumundirbúningur og ákvörðunartaka vegna opinbers verkefnis á Íslandi borið saman við norskar lágmarkskröfur. Höfundur er Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

3)    Continuity or Change? Institutional Development of the European Union since the Lisbon Treaty. Höfundur er Maximillian Conrad, lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ.

4)    Hvað skiptir máli fyrir árangursríka stjórnun nýsköpunar í opinberri þjónustustarfsemi? Höfundur er Inga Jóna Jónsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

5)    Staða leikskólakennara í tveimur sveitarfélögum í kjölfar hruns. Höfundar eru Laufey Axelsdóttir, M.A. í kynjafræði og Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

6)    Lýðræðisleg menntastefna:  Sögulegt ágrip og heimspekileg greining. Höfundur er Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

7)    Rökræðulýðræði verður stofnanalýðræði: Er hættulegt að færa vald til almennings? Höfundur er Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst.

8)    Sameining sveitarfélaga á Íslandi í 70 ár.  Röksemdir sameiningarsinna og andstæðinga. Höfundur er Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is