Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir flytur erindi á ráðstefnunni Vald og lýðræði á Íslandi - 100 árum síðar

Erindi Sigríðar Dúnu á ráðstefnunni Vald og lýðræði á Íslandi - 100 árum síðar ber heitið „Men, Women and the Suffrage in Iceland“,  og fjallar um þau 40% íslenskra karlmanna yfir 25 ára sem fengu fyrst kosningarétt á sama tíma og íslenskar konur. Grundvallar spurnigin í erindi Sigríðar Dúnu er hvers vegna þessir karlar börðust ekki fyrir rétti sínum á sama hátt og konur?

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.  Hún hefur í fræðistörfum sínum einkum sérhæft sig í mannfræði stjórnmála og kynjamannfræði. Sigríður Dúna hefur gegnt ýmsum störfum á sviði þjóðmála, lista og vísinda og verið sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að jafnréttismálum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is