Dr. Sarah Childs heldur erindi á ráðstefnunni „Vald og lýðræði á Íslandi - 100 árum síðar"

Dr. Sarah Childs, prófessor í stjórnmála- og kynjafræði við Háskólann í Bristol, flytur erindið Reflecting on the Representation of Women in Politics“ á ráðstefnunni Vald og lýðræði 100 árum síðar sem haldin verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands þann 18. júní. Erindið fjallar um þann lýðræðishalla sem skapast þegar konur eru ekki virkir þátttakendur í stjórnmálum,  hvort sem er sem  kjósendur eða kjörnir fulltrúar.  Childs mun ræða um kosningar og  stjórnmálastarf út frá kynjasjónarmiðum og varpa fram spurningum um hvaða þýðingu þátttaka kvenna í stjórnmálum hefur haft, hverju hún hefur breytt og hvað eigi eftir að breytast, hvar liggur helsta mótstaðan?

Sarah Childs er prófessor í stjórnmála- og kynjafræði við Háskólann í Bristol. Hún hefur einkum rannsakað tengslin milli kynferðis, kyngerfis og stjórnmála og hefur birt fjölmargar rannsóknir tengdar þeim efnum.  Rannsóknaráherslur hennar snúa að  formlegum og efnislegum fulltrúarétt  (e. descriptive and substantive representation), hugmyndinni um 'krítískan massa',  stjórnmálaflokkum og þjóðþingum, og íhaldsstefnu í stjórnmálum. Þá hefur hún fjallað mikið um stjórnmálaþátttöku breskra kvenna og vaxandi hlut kvenna á breska þinginu.  Auk þess hefur Childs verið sérlegur ráðgjafi þingnefnda á breska þinginu um jafnréttismál.

Nánar má lesa um fræðistörf Childs hér.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is