Útgáfuboð í tilefni af útkomu 1. tbl. 11. árg. veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla

Útgáfuboð í tilefni af útkomu 1. tbl. 11. árg. Stjórnmál og stjórnsýsla verður haldið þriðjudaginn 23. júní kl. 16:30 í stofu HT-101 á Háskólatorgi. Við opnunina mun einn höfunda, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Viðskiptafræðideild, halda erindi um grein sína í tímaritinu sem hann skrifaði ásamt Svölu Guðmundsdóttur og Þórhalli Guðlaugssyni. Greinin ber titilinn „Íslensk þjóðmenning borin saman við þjóðmenningu 25 aðildarríki OECD með því að nota VSM94“.  Í greininni er lagt út af flokkun samfélaga í menningarklasa eins og þeir af verið settir fram í rannsóknum fræðimanna eins og Hofstede (2002) og House et al. (2004). Íslands hefur ekki verið getið í þessum rannsóknum og spyrja höfundar því spurningarinnar:  Með hliðsjón af hinum fimm menningarvíddum sem kenndar eru við Hofstede, hvernig er þjóðmenning Íslands frábrugðin þjóðmenningu 25 landa innan OECD?  Rannsóknin byggir á spurningakönnun meðal nemenda á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands árið 2013. Þegar niðurstöðurnar hennar eru skoðaðar til samanburðar við 25 lönd innan OECD kemur í ljós að Ísland er á margan hátt líkara engilsaxneska klasanum, Kanada, Nýja - Sjálandi, Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum en norræna klasanum, Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
 
Fundarstjóri er Gunnar Helgi Kristinnsson, prófessor og aðalritstjóri tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla.
 
Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindinu til kl. 17.30. Eftir dagskrána býður Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála til móttöku á annari hæð Odda.
 
Efni tölublaðsins verður fjölbreytt að vanda og birtast sex fræðigreinar og ein almenn grein, allar fjalla greinarnar um efni sem tengist íslenskri stjórnsýslu og stjórnmálum.
 
Ritrýndar greinar í 1. tbl. 11. árg. veftímaritsins eru:
  1. Political control and perceptions of corruption in Icelandic local government. Höfundur: Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
  2. Icelandic National Culture compared to National Cultures of 25 OECD member states using VSM94. Höfundar: Svala Guðmundsdóttir, lektor við viðskiptafærðideild Háskóla Íslands,  Þórhallur Guðlaugsson,dósent við viðskiptafærðideild Háskóla Íslands, og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafærðideild Háskóla Íslands.
  3. Populism in Iceland: Has the Progressive Party turned populist? Höfundur:  Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.
  4. Sjálfsritskoðun íslenskra blaðamanna. Höfundur: Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.
  5. Lögin sem einingarband samfélagsins: Íhuganir um samhengi laga og samfélags. Höfundur: Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
  6. Hlutverk vátryggingafélaga við úrlausn umhverfislegra vandamála. Höfundar: Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands, Snjólfur Ólafsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands.
Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla, www.irpa.is, er vísindatímarit, þar sem fræðimönnum á sviði stjórnmála, stjórnsýslu og tengdra greina gefst kostur á að gera rannsóknir sínar og athuganir aðgengilegar. Fræðigreinar eru birtar á ensku eða íslensku. Tímaritið er öllum opið á netinu. Það er gefið út á vefformi tvisvar á ári í júní og desember, ritrýndar fræðigreinar ársins eru gefnar út í prentaðri útgáfu árið eftir. Meginhlutverk tímaritsins er að gera fræðilegt efni um íslenska stjórnsýslu og stjórnmál aðgengilegt með það fyrir augum að auka við þekkingu og efla faglega umræðu á þessu sviði.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is