Morgunverðarfundur með fjármála- og efnahagsráðherra: Fjárlagafrumvarpið 2016 og undirbúningur fyrir ný heildarlög um stofnanakerfi ríkisins

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið kynna:

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 16. september 2015, kl. 8:00-9:45 á Grand Hótel Reykjavík

Morgunverður frá kl. 8:00, dagskrá hefst kl. 8:30

Þátttökugjald kr. 4.800 – morgunverður innifalinn.  

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra ræðir fyrst fjárlagafrumvarpið 2016 og stöðu og horfur í opinberum rekstri.  Síðan ræðir hann fyrirhugaða nýja heildarlöggjöf um stofnanakerfi ríkisins og þá undirbúningsvinnu sem nú þegar hefur farið fram.  

Opnað verður fyrir almennar fyrirspurnir og umræður eftir hvorn dagskrárlið.

 

Fundarstjóri:  Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is