Vel heppnaður morgunverðarfundur

mynd frá morgunverðarfundi 16. september 2015

Ríflega 150 manns tóku þátt í vel heppnuðum morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík sem Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana stóðu fyrir í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið í gær. Fjármála- og efnahagsráðherra fjallaði þar um frumvarp til fjárlaga 2016 og undirbúning að nýjum heildarlögum um stofnanakerfi ríkisins og ræddi ýmsar þær breytingar sem búast má við að af þeim leiði. Að loknum framsögum ráðherra stýrði Björn Karlsson, formaður FFR, umræðum og fyrirspurnum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is