Málstofa um vernd uppljóstrara

Mynd af Paul Stephenson
Þriðjudaginn 29. september n.k. verður haldin málstofa um vernd uppljóstrara í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 16.30-17.30. Þar mun Paul Stephenson, fyrrum embættismaður breska dómsmálaráðuneytis, halda erindi um mikilvægi löggjafar um vernd uppljóstrara. Að málstofunni standa Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hjá Háskóla Íslands og Gagnsæi – samtök gegn spillingu.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is