„Þurfa smáríki á skjóli voldugra nágrannaríkja að halda?“ - Aðalfundur Félags stjórnmálafræðinga

Aðalfundur Félags stjórnmálafræðinga verður haldinn fimmtudaginn 8. október á milli klukkan 17:00 og 18:30 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Eftir fundinn verður stefnan tekin á Stúdentakjallaranna til að skála fyrir nýrri stjórn í boði félagsins.
Í upphafi fundar mun Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, halda erindi undir yfirskriftinni „Þurfa smáríki á skjóli voldugra nágrannaríkja að halda? Pólitískir, efnahagslegir og menningarlegir möguleikar smáríkja til að blómstra“
Gert er ráð fyrir að venjuleg aðalfundarstörf hefjist klukkan 17:45 að loknum umræðum um erindi Baldurs.
Stjórnin hvetur alla félagsmenn til að mæta og jafnframt til að bjóða sig fram í stjórn. Þeim sem hafa hug á að bjóða sig fram, er bent á að skila annað hvort inn framboði sínu með tölvupósti til Evu H. Önnudóttur (eho@hi.is) eða að gefa kost á sér á aðalfundinum sjálfum.
 
Dagskrá aðalfundar:
  1. Skýrsla fráfarandi stjórnar
  2. Framlagning reikninga félagsins 
  3. Umræður um starf vetrarins
  4. Kosning formanns
  5. Kosning annarra stjórnarmeðlima
  6. Önnur mál.
 
Við hlökkum til að sjá ykkur öll!
 
Stjórn Félags stjórnmálafræðinga
Eva H. Önnudóttir (formaður)
Grétar Þór Eyþjórsson (varaformaður)
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (gjaldkeri)
Eva Marín Hlynsdóttir (ritari)
Eiríkur Bergmann Einarsson 
G. Rósa Eyvindardóttir
Baldvin Þór Bergsson
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is