Opinber innkaup, 27. og 28. október 2015

Forsætisráðuneytið, Reykjavíkurborg, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynna:

Nýtt námskeið um opinber innkaup
  • Vegna mikillar eftirspurnar endurtökum við strax nú í október námskeið um opinber innkaup
  • Námskeið haldið  27.-28. október 2015 kl. 09:00-12.30 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ, Stakkahlíð, stofu H 208 
  • Námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga, sem og aðra, sem starfa á landsbyggðinni. Fjarnemar fá námsgögn send rafrænt og aðgang að upptökum af námskeiðinu.
  • Námskeiðið er haldið í samstarfi við Ríkiskaup og fyrirlesarar námskeiðsins eru sérfræðingar frá Ríkiskaupum
  • Hámarksfjöldi þátttakenda: 35
Um er að ræða tvískipt námskeið sem skiptist á tvo daga:
 
Fyrri dagur námskeiðsins miðar að því að auka skilning og þekkingu þátttakenda á lagalegu umhverfi opinberra innkaupa. Markhópurinn fyrir þennan hluta  námskeiðsins eru: Forstöðumenn, lögfræðingar, innkaupa-, fjármála- og rekstrarstjórar, sem og aðrir starfsmenn sem sjá um innkaup hjá stofnunum ríkisins og hjá sveitarfélögu
 
Síðari dagur námskeiðsins miðar að því að auka skilning og þekkingu þátttakenda á framkvæmd opinberra innkaupa, sem og að þátttakendur öðlist færni í að nýta færar innkaupaleiðir og stjórna innkaupum í framhaldinu. Markhópurinn fyrir síðari hluta námskeiðsins eru: Innkaupa-, rekstrar- og fjármálastjórar og aðrir starfsmenn sem sjá um innkaup hjá stofnum ríkisins og hjá sveitarfélögum.  
 
Hægt er að skrást að annan hvorn dag námskeiðsins eða báða. Æskilegt er að þeir sem skrást aðeins á síðari dag námskeiðsins (framkvæmd), hafi áður aflað sér nokkurrar þekkingar á  lagalegu umhverfi opinberra innkaupa.
 
Verð:
Báðir dagarnir: kr. 29.900.
Fyrri eða síðari dagur eingöngu: kr. 15.900.
 
Skráningu hefur verið lokað á þetta námskeið þar sem það er fullt. Þeir sem vilja bætast við í fjarnám eingöngu (glærur og upptökur sendar) hafi samband við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála: stjornsyslaogstjornmal@hi.is
 
Nánari lýsing á námskeiðinu:
Dagur 1
Opinber innkauparéttur – markmið og meginreglur:
Helstu réttarheimildir – lög, reglur og tilskipanir.
Stefna hins opinbera.
Siðareglur
 
Innkaupaleiðir; útboð, rammasamningar, samningskaup, hönnunarsamkeppnir og fl.:
Eftirlit og réttarúrræði bjóðenda.
Kærumál og dómar.
Opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu
 
Dagur 2
Framkvæmd útboða og aðrar innkaupaleiðir:
Útboð innanlands
Útboð á EES
Rammasamningar
Örútboð
Verðfyrirspurnir
 
Ríkiskaup – Þjónusta við stofnanir:
Útboðsauglýsingar
Rammasamningsupplýsingar
Örútboð gegnum vefinn
Önnur þjónusta
 
Fyrirlesarar:
  • Dagmar Sigurðardóttir, hdl., yfirlögfræðingur hjá Ríkiskaupum
  • Hildur Georgsdóttir, hdl., lögfræðingur hjá Ríkiskaupum 
  • Guðmundur Hannesson, forstöðumaður ráðgjafarsviðs hjá Ríkiskaupum
  • Birna G. Magnadóttir, fræðslustjóri hjá Ríkiskaupum 
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is