Fjölsóttur morgunverðarfundur um stofnanasamninga - glærur frá fundinum

Mynd af fyrirlesurum í pallborði

Fjölmenni var á fundi um áhrif gerðardóms og nýlegra kjarasamninga á launamál ríkisins sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í gær, 20. október. Erindi á fundinum fluttu þau Gunnar Björnsson, forstöðumaður kjara- og mannauðsskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent og Vigdís Edda Jónsdóttir, formaður Félags mannauðsstjóra ríkisins og sátu þau fyrir svörum að erindum loknum. Fundarstjóri var Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

 

Hér má sækja glærur frá fyrirlestrum fundarins:

 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is