Hádegisfundur komandi mánudag: Réttindi flóttamanna og hælisleitenda á Íslandi

Alþjóðamálastofnun stendur, í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, fyrir hádegisfundi mánudaginn 2. nóvember kl. 12:00 - 13:30 í Norræna húsinu undir yfirskriftinni:

Flóttamaður eða hælisleitandi, skiptir það máli? Rétturinn til hælis á Íslandi

Þar munu þau Hrefna Dögg Gunnarsdóttir, lögmaður hjá Rétti - Aðalsteinsson & Partners og Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri á hælissviði hjá Útlendingastofnun, fjalla um hugtakið flóttamaður í alþjóðlegu samhengi og réttinn til hælis, og um íslenska lagaumhverfið og framkvæmd og starfsemi Útlendingastofnunar. Að loknum erindunum verða pallborðsumræður þar sem þátt taka Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Arndís A. K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum og Guðbjörg Ottósdóttir, aðjúnkt við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands. Fundarstjóri verður Bogi Ágústsson, fréttamaður á Rúv.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is