
Fimmtudaginn 5. nóvember nk. mun Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, halda opinn fyrirlestur í stofu 101 í Odda sem hann nefnir Sköpunargleði í stað sníkjulífs: Siðferðileg vörn Ayns Rands fyrir kapítalismann. Fyrirlesturinn hefst kl. 16:35.
Hannes greinir í fyrirlestrinum og gagnrýnir siðferðiskenningar Ayns Rands um annars vegar hinn skapandi einstakling, afburðamanninn, framkvæmdamanninn, fjárfestinn, kapítalistann, og um hins vegar afætuna, sem hrifsar sjálfsaflafé annarra til sín með valdi.