Sköpunargleði í stað sníkjulífs: Siðferðileg vörn Ayns Rands fyrir kapítalismann

Mynd af Hannesi H. Gissurarsyni

Fimmtudaginn 5. nóvember nk. mun Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, halda opinn fyrirlestur í stofu 101 í Odda sem hann nefnir Sköpunargleði í stað sníkjulífs: Siðferðileg vörn Ayns Rands fyrir kapítalismann. Fyrirlesturinn hefst kl. 16:35.
Hannes greinir í fyrirlestrinum og gagnrýnir siðferðiskenningar Ayns Rands um annars vegar hinn skapandi einstakling, afburðamanninn, framkvæmdamanninn, fjárfestinn, kapítalistann, og um hins vegar afætuna, sem hrifsar sjálfsaflafé annarra til sín með valdi. 

Lesa meira

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is