Morgunverðarfundur: Fyrirhuguð heildarlög um stofnanakerfi ríkisins

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ og Félag forstöðumanna ríkisstofnana:

Fyrirhuguð heildarlög um stofnanakerfi ríkisins

Morgunverðarfundur þriðjudaginn 17. nóvember, kl. 8:30-9:50 á Grand Hótel Reykjavík
Morgunverður frá kl. 8:00

Þátttökugjald: kr. 5400

SKRÁNING á viðburðinn

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning að gerð heildarlaga um stofnanakerfi ríkisins. Í tillögu fjármála- og efnahagsráðherra er lagt til að unnið verði frumvarp um heildarlög þar sem sérlög um stofnanir verða endurskoðuð,  sem og að ákvæði um um stofnanagerð, heiti stofnana, staðsetningu, forstöðumenn og stjórnir verða samræmd. Einnig  kemur fram í tillögu ráðherra að skoðað verði hvort æskilegt sé að ákvæði um forstöðumenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lögum um kjararáð færist inn í heildarlögin. Tillaga ráðherra byggir á niðurstöðum verkefnisstjórnar um stofnanakerfi ríkisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í apríl síðastliðnum, sem og tillögum starfshóps um vinnuumhverfi forstöðumanna, en skýrsla um þær tillögur var gefin út af fjármála- og efnahagsráðuneyti 2012.

Til að ræða hugmyndir og tillögur sem koma fram í skýrslu verkefnisstjórnarinnar munu Sigurður H. Helgason, Gunnar Helgi Kristinsson og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fjalla um málið. Þau munu síðan sitja í pallborði í lok fundar ásamt Stefáni Eiríkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og Margréti Friðriksdóttur, skólameistara Menntaskólans í Kópavogi, en þau þrjú síðastnefndu sátu í starfshópi skipuðum af fjármálaráðherra til að fjalla um stöðu, starfsskilyrði og kjör forstöðumanna.

Dagskrá:

  1. Sigurður H. Helgason, skrifstofustjóri Skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu: Einfaldara ríkiskerfi með markvissari stjórnun stofnana.
  2. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ: Stofnanakerfi og sterk stjórnsýsla.
  3. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ: Staða og starfsskilyrði forstöðumanna ríkisins í breyttu umhverfi opinberrar stjórnsýslu.
  4. Pallborðsumræður og spurningar úr sal.  

Fundarstjóri: Magnús Pétursson, fyrrv. ríkissáttasemjari.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is