Morgunverðarfundur um fyrirhuguð stofnanalög

Á morgun, þriðjudaginn 17. nóvember, stendur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, ásamt Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík þar sem fjallað verður um fyrirhuguð heildarlög um stofnanakerfi ríksisins sem brátt verða undirbúin. Stefán Eiríksson, Margrét Friðriksdóttir og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, sem öll sátu í starfshópi skipuðum af fjármálaráðherra til að fjalla um stöðu, starfsskilyrði og kjör forstöðumanna, munu sitja í pallborði ásamt  Gunnari Helga Kristinssyni og Sigurði H. Helgasyni. Áður munu þau Sigurður, Gunnar Helgi og Sigurbjörg halda erindi um málið. 

SKRÁNING og frekari upplýsingar

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is