Skráning á námskeið um opinber innkaup. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Ríkiskaup og fyrirlesarar námskeiðsins eru sérfræðingar frá Ríkiskaupum.
Námskeiðið er haldið 9. nóvember 2017, kl. 13:00-16:30 og 10. nóvember, kl. 08:30-12:00 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð, stofu H-203 – Hamar.
Fyrri dagur námskeiðsins miðar að því að auka skilning og þekkingu þátttakenda á lagalegu umhverfi opinberra innkaupa. Markhópurinn fyrir þennan hluta námskeiðsins eru: Forstöðumenn, innkaupa-, fjármála- og rekstrarstjórar, sem og aðrir starfsmenn sem sjá um innkaup hjá stofnunum ríkisins og hjá sveitarfélögum.
Síðari dagur námskeiðsins miðar að því að auka skilning og þekkingu þátttakenda á framkvæmd opinberra innkaupa, sem og að þátttakendur öðlist færni í að nýta færar innkaupaleiðir og stjórna innkaupum í framhaldinu. Markhópurinn fyrir síðari hluta námskeiðsins eru: Innkaupa-, rekstrar- og fjármálastjórar og aðrir starfsmenn sem sjá um innkaup hjá stofnum ríkisins og hjá sveitarfélögum.
Þátttökugjald 33.700 kr.